title

Mannlegi þátturinn

Rás 1

Followers
Plays
Mannlegi þátturinn
-1 sJAN 21
Play Episode
Comments
title

Details

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Jakob H. Magnússon veitingamaður, en veitingastaðurinn hans Hornið í Hafnarstræti verður 40 ára í júlí. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. Hann talaði um nýja bók um Kim Larsen, ljóðasafn Sigurðar Pálssonar, bók með heildarverkum Dags Sigurðarsonar og fleira Við heyrðum brot úr kvöldvöku sem flutt var árið 1985 í útvarpinu, þar var rifjuð upp 8 vikna skólavist ungrar stúlku í farskóla á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal árið 1934, á þeim tíma var hvorki rafmagn né sími í sveitinni. Þorrablót og óveður komu einnig við sögu í frásögninni. Umsjón með þættinum árið 1985 hafði Guðbjörg Aradóttir. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON