Himalaya: Listen. Learn. Grow.

4.8K Ratings
Open In App
title

Bók vikunnar

RÚV

Followers
Plays
Bók vikunnar
--FEB 23
Play Episode
Comments
title

Details

Bók vikunnar er Jakobína. Saga skálds og konu. Þessi ævisaga skáldsins Jakobínu Sigurðardóttur er skrifuð af dóttur hennar, Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur. Í bókinni er dregin upp mynd af konunni og rithöfundinum Jakobínu og Sigríður Kristín reynir jafnframt að fylla upp í þær mörgu eyður sem eru í vitneskju hennar um lífshlaup móður sinnar, konu sem gætti vel sinna leyndarmála, varði einkalíf sitt og krafðist þess meðal annars að dagbókum sínum og bréfum yrði fargað. Það setur ævisagnaritarann dóttur hennar í erfiða stöðu og hlutar bókarinnar eru settir upp sem samtal hennar við látna móður sína þar sem rökrætt er um réttmæti þess að bera þessa sögu á torg. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut Fjöruverðlaunin. Gestir þáttarins eru bókmenntafræðingarnir Ástráður Eysteinsson og Gunnþórunn Guðmundsdóttir. Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir.