Himalaya: Listen. Learn. Grow.

4.8K Ratings
Open In App
title

Orð um bækur

RÚV

0
Followers
6
Plays
Orð um bækur

Orð um bækur

RÚV

0
Followers
6
Plays
OVERVIEWEPISODESYOU MAY ALSO LIKE

Details

About Us

Orðanna origami á Rás 1. Hugað að öllu mögulegu á sviði bókmenntanna.

Latest Episodes

Orð um stráka sem reyna að finna út úr lífinu og stelpur sem lifa því

Í þættinum Orð um bækur er sagt frá smásagnasafninu Samhengi hlutanna eftir Eygló Jónsdóttur sem kom út snemma í sumar hjá bókaútgáfunni Björt. Eygló les brot úr tveimur sögum og segir frá aðdraganda bókarinnar og skrifum sínum en yEgló hefur áður sent frá sér ljóðabók og barnabók. Þá er í þættinum sagt frá tilnefningum Norðmanna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Sagt err frá skáldsögunni Den goda vennen (Vinurinn góði) eftir Björn Esben Almaas og Vi er fem (Við erum fimm) eftir Matias Feldbakken. Sagt er frá báðum þessum bókum og lítillega frá höfundum þeirra. En báðar sögurnar eru samtímasögur sem fjalla um karlmenn en gerólkar í nálgun sinni, frásagnarmáta og samfélagslegri rýni. Lesari: Leifur Hauksson

--19 h ago
Comments
Orð um stráka sem reyna að finna út úr lífinu og stelpur sem lifa því

Orð um bækur um lífsins stríð og önnur stríð fyrr og nú

Í þættinum er rætt við Guðrúnu Hannesdóttur ljóðskáld um ljóðbók hennar Spegilsjónir sem kom út síðsumars hjá bókaútgáfunni partus. guðrún les nokkur ljóð úr bókinni, „lúðurhljómur“; „leiðarvísir“; „afsökunarbréf til Jónasar“; „hér“ og titilljóðið „ spegilsjónir“. Einnig er sagt frá tilnefningum Svía til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020 sem eru skáldsagan W eftir Steve Sem-Sandberg sem fjallar um fótgönguliðann Woyseck sem árið 1821 varð ástkonu sinni að bana og síðar dæmdur til að hálshöggvast.Enn þann dga í dag eru réttarskjöl þessa máls aðgengileg og þau notfærði Steve Sem-Sandberg sér við gerð skáldsögu sinnar líkt og þýska leikritaskáldið Georg Büchner gerði við skrif leikrits síns Woyzeck tvö hundruð árum fyrr. Sagt er frá þessum viðamikla þætti fótgönguliðans Woyzecks í mennningarsögunni, einkum þó bók Steves Sem-Sandbergs. Hin bókin sem Svír tilnefna er í raun tvær bækur, tvöföld ljóðabók ljóðskáldsins Johann Jönson marginalia/exterminalia.Í þættinum er rætt við Eirík Örn Norðdahl ljóðskáld sem þekkir vel til sænskrar ljóðlistar og aukin heldur Johan Jönsson. Lesin eru brot úr báðum þessum verkum sem Svíar tilnefna. Lesari: Jóhannes Ólafsson

--1 w ago
Comments
Orð um bækur um lífsins stríð og önnur stríð fyrr og nú

Orð um myndir og sögur og myndir sem segja sögur

Á hádegi 11/9 var Hörpu opnaður Bókamarkaður félags íslenskra bókaútgefenda sem vegna samkomutakmarkana ekkert varð af á heföbundnum tíma síðastliðið vor. Nú hefru aðeins rýmkast um og húsnæði fékkst í Hörpu. Í upphafi þáttar er rætt við Bryndísi Loftsdóttur framvkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda. Þá er rætt við Sigrúnu Eldjárn rithöfund og myndgeranda um feril hennar en um þessar mundir eru 40 ár liðin frá því fyrsta bók Sigrúnar Allt í plati kom út. Að auki er í þættinum sagt frá tilnefningum Finna til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en Finnar til nefna tvær myndabækur, annars vegar Sorsa Aaltonen ja lent¨misen oireet eftir Veeru Salmi og Matti Pikkujämsä um öndina Aaltonen sem er of hræddur til að geta flogið. Halla Þórlaug Óskarsdóttir segir svo frá bókinni Vi är Lajon, Við er líon eftir Jens Mattsson og Jenny Lucander.

--2 w ago
Comments
Orð um myndir og sögur og myndir sem segja sögur

Orð um ofsa og ofbeldi, tengsl og tjáningu

Í þættinum er sagt frá skáldsögunni Sjálfstýring eftir Guðrúnu Brjánsdóttur sem vann Handritasamkeppni Forlagsins Nýjar raddir 2020. Halla Þórlaug Óskarsdóttir ræðir við Guðrúnu um bókina og skriftir. Þá er í þættinum rætt við Höllu Kjartansdóttur en 1. september kom á markað þýðing hennar á nýjustu bók huldukonunnar Elenu Ferrante Lygalíf fullorðinna. Sagt er lítillega frá bókinni og lesið brot úr henni. Einnig kynntar tilnefningar Dana til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem tilnefna myndaskáldsöguna Min Ojesten eftir Mereta Pryds Helle og myndum eftir helle Vibeke Jensson og myndabókina Ud af det blå eftir Rebeccu Cach-Luristsen og Önnu Margrethe Kjærgaard. Lesarar í þættinum eru Eva Rún Þorgeirsdóttir og Snærós Sindradóttir

--3 w ago
Comments
Orð um ofsa og ofbeldi, tengsl og tjáningu

Orð um bækur og höfunda á jaðrinum

Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni sagt frá skáldsögunn Girl, Woman, Other eftir breska rithöfundinn Bernadine Evaristo sem ættir að rekja til Nígeríu. En Bernadine Evaristo fékk ásamt kandíska rithöfundinum Margaret Atwood bresku Bookerverðlaunin haustið 2019. Bókin segir sögu tólf svartra kvenna af ólíkum stéttum, menningarlegum uppruna, kynhneigð og svo framvegis. Sagt er frá höfundinum og innhald bókarinnar, sem orðið hefur ægivinsæl í kjölfar eflingar Black Lives Matter hreyfingarinnar á síðustu mánuðum. Þá er í þættinum byrjað að kynna bókmenntaverkin sem tilnefnd eru til Bóikmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Á dagskrá þáttarins að þessu sinni eru tilnefningar Dana, ljóðabókin Yahya Hassan2 eftir Yahya Hassan og skáldsagan HHV FRSHWN - Dödsknaldet í Amazonas eftir Hanne Höjgaard Viemose. Sagt er frá báðum þessum bókum. Nokkur ljóð Yahya Hassans í snörun umsjónarmanns eru lesin og einnig brot úr bók Hanne Höjgaard Viemose. Þá er leikið bort úr viðtali sem þáttastjórnandi átti við rithöfundinn Hanne Höjgaard Viemose árið 2016 í tengslum við skáldsögu hennar Mado. Einnig heyrist í Eiríki Erni Norðdahl sem Eiríkur Guðmundsson ræddi við í Víðsjá í apríl árið 2020 þegar frést hafði að Yahya Hassan hefði fundist látinn á heimili sínu. Í upphafi þáttar heyrist Kristin Ómarsdóttir flytja ljóð sitt Ullarhjarta úr ljóðabókinni ... lokaðu augunum og hugsaðu um mig frá árinu 1998. Upptaka úr rafrænu útgáfuboði í tilefni útgáfu á ljóðasafni Kristínar Ómarsdóttur KÓ í ritstjórn Valgerðar Þórodssdóttur, útgefandi Partus. Lesarar Eva Rún Þorgeirsdóttir og Jóhannes Ólafsson

--AUG 30
Comments
Orð um bækur og höfunda á jaðrinum

Orð um loftslagsbókmenntir

Í þættinum er að þessu sinni sagt frá tveimur skáldsögum norska rithöfundarins Maju Lunde einkum þó Sögu býflugnanna en einnig örlítið rætt um Blá en báðar þessar bækur eru hluti af loftslagsfjórleik höfundarins og hefur Ingunn Ásdísardóttir þýtt þær báðar yfir á íslensku. Þá er í þættinum rætt við Ragnheiði Birgisdóttur sem á síðasta ári skirfaði BA ritgerð í bók menntafræði um loftslagsbreytingabókmenntir. Einnig er sagt frá grein Guðna Elísssonar Ljóðið á tímum loftslagsbreytinga sem birtist í 1. hefti tímarits Hugvísindastofnunar árið 2016 sem fjallaði um loftslagsbreytingar á breiðum fræðilegum grunni. Lesarar í þættinum eru Gunnar Hansson og Fanney Benónýsdóttir

--AUG 2
Comments
Orð um loftslagsbókmenntir

Orð um ljóð í núinu

Í þættinum er rætt við tvær ungar skáldkonur sem nýverið hafa sent frá sér nýjar ljóðabækur. Sjöfn Hauksdóttir sendi í síðasta mánuði frá sér aðra ljóðabók sína Úthverfablús en fyrir tveimur árum hafði hún sent frá sér bókin Ceci n´est pas une ljóðabók. Sjöfn les nokkur ljóð úr báðum bókum og segir frá tilurð bókanna, skrifum og áhrifavöldum. Í þættinum er einnig rætt við Viktoríu Blöndal sem sendi 10. júlí frá sér ljóðabókina 1,5/10,5 sem er fyrsta bók Viktoríu. Í tilefni útgáfunnar var hóf í Gröndalshúsi og í þættinum má heyra brot úr upptöku þaðan auk þess sem rætt er við Viktoríu um ljóðagerð, fágun og bersögli í ljóðum ungra kvenna. Í byrjun þáttar er hins vegar litið inn í ljóðakaffi í Bókakaffinu á Selfossi þar sem sem verðlaunaskáld frá fyrra þari þau Brynjólfur Þorsteinsson og Harpa Rún Kristjánsdóttir lásu óbirt ljóð og skáldnöfnurnar Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir lásu upp úr bókum sínum. Steinunn Arnbjörg úr Fugl/Bupl og Steinunn Sigurðardóttir úr Dimmumót auk þess sem Steinunn las óbirt ljóð sitt Femme fatale

--JUL 19
Comments
Orð um ljóð í núinu

Orð um glæpasögur fyrir börn og fyrir fullorðna

Í þættinum er rætt við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur um nýja bók hennar Kennarinn sem hvarf sporlaust en einnig rætt um fyrstu bók Bergrúnar Vinur minn vindurinn (2014) sem nú hefur verið endurútgefin á einni bók með myndabókinni Sumarið góða. Þá ræddi umsjónamaður einnig við Katrínu Jakobsdóttur bókmenntafræðing og forsætisráðherra, Lilju Sigurðardóttur rithöfund og Pétur Má Ólafsson útgefanda um eðli og einkenni glæpasagna, ástæður vinsælda þeirra og framtíðarhorfur.

--JUL 5
Comments
Orð um glæpasögur fyrir börn og fyrir fullorðna

Orð um glæpasögu um ást, bók um móður og heimsástand og veiru

Í þættinum má heyra Valdimar Tómasson lesa nokkur ljóð úr nýrri bók sinni Veiurfangar og Veraldarharmur og segir frá tilurð hennar. Einnig segir Halla Kjartansdóttir frá fyrstu glæpasögu norska sálfræðingsins Helene Flood Þerapistinn sem er nýkomin út í hennar þýðingu. Að lokum er rætt við Árna Óskarsson um bókina Óskabarn ógæfunnar eftir Nóbelsverðlaunahafann Peter Handke sem kom fyrst út í Þýskalandi árið 1972, skrifuð á fáeinum mánuðum eftir að móðir hans féll fyrir eigin hendi aðeins rúmlega fimmtug.

57 minJUN 28
Comments
Orð um glæpasögu um ást, bók um móður og heimsástand og veiru

Orð um bækur um glæpi

Orð um bækur um glæpi, fólk sem fremur þá, fólk sem rannsakar þá og fólk sem skrifar um þá Það eru glæpasögur á dagskrá þáttarins Orð um bækur að þessu sinni. Þann 10. júní 2020 tók Sólveig Pálsdóttir við Blóðdropanum, íslensku glæpasagnaverðlaununum árið 2020 fyrir bestu glæpasögu ársins 2019. 20 bækur voru tilnefndar og varð skáldsaga Sólveigr Fjörtrar hlutskörpust. Í þættinum er rætt við Solveigu m.a. um ástæður þess að hún fór skyndilega skrifa glæpasögur en einnig um glæpasögur almennt og hennar eigin sérstaklega en Fjötrar er fimmta glæpasagan sem Sólveig sendir frá sér. Þá er í þættinum rætt við Ármann Jakobsson en nýlega kom út þriðja glæpasaga hans þar sem sérstakt morðdeildarteymi tekst í hverri bók á við nýtt glæpamál. Í skáldsögunni Tíbrá segir frá veiðiferð þriggja félaga sem ekki endar eins og upp var lagt með enda fær morðdeildarteymi fljótlega afar snúið mál að fást við. Ármann er einnig þýfgaður um ástæður þess að miðaldafræðingu einhendir sér í að skrifa samtímaglæpasögur.

--JUN 21
Comments
Orð um bækur um glæpi

Latest Episodes

Orð um stráka sem reyna að finna út úr lífinu og stelpur sem lifa því

Í þættinum Orð um bækur er sagt frá smásagnasafninu Samhengi hlutanna eftir Eygló Jónsdóttur sem kom út snemma í sumar hjá bókaútgáfunni Björt. Eygló les brot úr tveimur sögum og segir frá aðdraganda bókarinnar og skrifum sínum en yEgló hefur áður sent frá sér ljóðabók og barnabók. Þá er í þættinum sagt frá tilnefningum Norðmanna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Sagt err frá skáldsögunni Den goda vennen (Vinurinn góði) eftir Björn Esben Almaas og Vi er fem (Við erum fimm) eftir Matias Feldbakken. Sagt er frá báðum þessum bókum og lítillega frá höfundum þeirra. En báðar sögurnar eru samtímasögur sem fjalla um karlmenn en gerólkar í nálgun sinni, frásagnarmáta og samfélagslegri rýni. Lesari: Leifur Hauksson

--19 h ago
Comments
Orð um stráka sem reyna að finna út úr lífinu og stelpur sem lifa því

Orð um bækur um lífsins stríð og önnur stríð fyrr og nú

Í þættinum er rætt við Guðrúnu Hannesdóttur ljóðskáld um ljóðbók hennar Spegilsjónir sem kom út síðsumars hjá bókaútgáfunni partus. guðrún les nokkur ljóð úr bókinni, „lúðurhljómur“; „leiðarvísir“; „afsökunarbréf til Jónasar“; „hér“ og titilljóðið „ spegilsjónir“. Einnig er sagt frá tilnefningum Svía til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020 sem eru skáldsagan W eftir Steve Sem-Sandberg sem fjallar um fótgönguliðann Woyseck sem árið 1821 varð ástkonu sinni að bana og síðar dæmdur til að hálshöggvast.Enn þann dga í dag eru réttarskjöl þessa máls aðgengileg og þau notfærði Steve Sem-Sandberg sér við gerð skáldsögu sinnar líkt og þýska leikritaskáldið Georg Büchner gerði við skrif leikrits síns Woyzeck tvö hundruð árum fyrr. Sagt er frá þessum viðamikla þætti fótgönguliðans Woyzecks í mennningarsögunni, einkum þó bók Steves Sem-Sandbergs. Hin bókin sem Svír tilnefna er í raun tvær bækur, tvöföld ljóðabók ljóðskáldsins Johann Jönson marginalia/exterminalia.Í þættinum er rætt við Eirík Örn Norðdahl ljóðskáld sem þekkir vel til sænskrar ljóðlistar og aukin heldur Johan Jönsson. Lesin eru brot úr báðum þessum verkum sem Svíar tilnefna. Lesari: Jóhannes Ólafsson

--1 w ago
Comments
Orð um bækur um lífsins stríð og önnur stríð fyrr og nú

Orð um myndir og sögur og myndir sem segja sögur

Á hádegi 11/9 var Hörpu opnaður Bókamarkaður félags íslenskra bókaútgefenda sem vegna samkomutakmarkana ekkert varð af á heföbundnum tíma síðastliðið vor. Nú hefru aðeins rýmkast um og húsnæði fékkst í Hörpu. Í upphafi þáttar er rætt við Bryndísi Loftsdóttur framvkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda. Þá er rætt við Sigrúnu Eldjárn rithöfund og myndgeranda um feril hennar en um þessar mundir eru 40 ár liðin frá því fyrsta bók Sigrúnar Allt í plati kom út. Að auki er í þættinum sagt frá tilnefningum Finna til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en Finnar til nefna tvær myndabækur, annars vegar Sorsa Aaltonen ja lent¨misen oireet eftir Veeru Salmi og Matti Pikkujämsä um öndina Aaltonen sem er of hræddur til að geta flogið. Halla Þórlaug Óskarsdóttir segir svo frá bókinni Vi är Lajon, Við er líon eftir Jens Mattsson og Jenny Lucander.

--2 w ago
Comments
Orð um myndir og sögur og myndir sem segja sögur

Orð um ofsa og ofbeldi, tengsl og tjáningu

Í þættinum er sagt frá skáldsögunni Sjálfstýring eftir Guðrúnu Brjánsdóttur sem vann Handritasamkeppni Forlagsins Nýjar raddir 2020. Halla Þórlaug Óskarsdóttir ræðir við Guðrúnu um bókina og skriftir. Þá er í þættinum rætt við Höllu Kjartansdóttur en 1. september kom á markað þýðing hennar á nýjustu bók huldukonunnar Elenu Ferrante Lygalíf fullorðinna. Sagt er lítillega frá bókinni og lesið brot úr henni. Einnig kynntar tilnefningar Dana til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem tilnefna myndaskáldsöguna Min Ojesten eftir Mereta Pryds Helle og myndum eftir helle Vibeke Jensson og myndabókina Ud af det blå eftir Rebeccu Cach-Luristsen og Önnu Margrethe Kjærgaard. Lesarar í þættinum eru Eva Rún Þorgeirsdóttir og Snærós Sindradóttir

--3 w ago
Comments
Orð um ofsa og ofbeldi, tengsl og tjáningu

Orð um bækur og höfunda á jaðrinum

Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni sagt frá skáldsögunn Girl, Woman, Other eftir breska rithöfundinn Bernadine Evaristo sem ættir að rekja til Nígeríu. En Bernadine Evaristo fékk ásamt kandíska rithöfundinum Margaret Atwood bresku Bookerverðlaunin haustið 2019. Bókin segir sögu tólf svartra kvenna af ólíkum stéttum, menningarlegum uppruna, kynhneigð og svo framvegis. Sagt er frá höfundinum og innhald bókarinnar, sem orðið hefur ægivinsæl í kjölfar eflingar Black Lives Matter hreyfingarinnar á síðustu mánuðum. Þá er í þættinum byrjað að kynna bókmenntaverkin sem tilnefnd eru til Bóikmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Á dagskrá þáttarins að þessu sinni eru tilnefningar Dana, ljóðabókin Yahya Hassan2 eftir Yahya Hassan og skáldsagan HHV FRSHWN - Dödsknaldet í Amazonas eftir Hanne Höjgaard Viemose. Sagt er frá báðum þessum bókum. Nokkur ljóð Yahya Hassans í snörun umsjónarmanns eru lesin og einnig brot úr bók Hanne Höjgaard Viemose. Þá er leikið bort úr viðtali sem þáttastjórnandi átti við rithöfundinn Hanne Höjgaard Viemose árið 2016 í tengslum við skáldsögu hennar Mado. Einnig heyrist í Eiríki Erni Norðdahl sem Eiríkur Guðmundsson ræddi við í Víðsjá í apríl árið 2020 þegar frést hafði að Yahya Hassan hefði fundist látinn á heimili sínu. Í upphafi þáttar heyrist Kristin Ómarsdóttir flytja ljóð sitt Ullarhjarta úr ljóðabókinni ... lokaðu augunum og hugsaðu um mig frá árinu 1998. Upptaka úr rafrænu útgáfuboði í tilefni útgáfu á ljóðasafni Kristínar Ómarsdóttur KÓ í ritstjórn Valgerðar Þórodssdóttur, útgefandi Partus. Lesarar Eva Rún Þorgeirsdóttir og Jóhannes Ólafsson

--AUG 30
Comments
Orð um bækur og höfunda á jaðrinum

Orð um loftslagsbókmenntir

Í þættinum er að þessu sinni sagt frá tveimur skáldsögum norska rithöfundarins Maju Lunde einkum þó Sögu býflugnanna en einnig örlítið rætt um Blá en báðar þessar bækur eru hluti af loftslagsfjórleik höfundarins og hefur Ingunn Ásdísardóttir þýtt þær báðar yfir á íslensku. Þá er í þættinum rætt við Ragnheiði Birgisdóttur sem á síðasta ári skirfaði BA ritgerð í bók menntafræði um loftslagsbreytingabókmenntir. Einnig er sagt frá grein Guðna Elísssonar Ljóðið á tímum loftslagsbreytinga sem birtist í 1. hefti tímarits Hugvísindastofnunar árið 2016 sem fjallaði um loftslagsbreytingar á breiðum fræðilegum grunni. Lesarar í þættinum eru Gunnar Hansson og Fanney Benónýsdóttir

--AUG 2
Comments
Orð um loftslagsbókmenntir

Orð um ljóð í núinu

Í þættinum er rætt við tvær ungar skáldkonur sem nýverið hafa sent frá sér nýjar ljóðabækur. Sjöfn Hauksdóttir sendi í síðasta mánuði frá sér aðra ljóðabók sína Úthverfablús en fyrir tveimur árum hafði hún sent frá sér bókin Ceci n´est pas une ljóðabók. Sjöfn les nokkur ljóð úr báðum bókum og segir frá tilurð bókanna, skrifum og áhrifavöldum. Í þættinum er einnig rætt við Viktoríu Blöndal sem sendi 10. júlí frá sér ljóðabókina 1,5/10,5 sem er fyrsta bók Viktoríu. Í tilefni útgáfunnar var hóf í Gröndalshúsi og í þættinum má heyra brot úr upptöku þaðan auk þess sem rætt er við Viktoríu um ljóðagerð, fágun og bersögli í ljóðum ungra kvenna. Í byrjun þáttar er hins vegar litið inn í ljóðakaffi í Bókakaffinu á Selfossi þar sem sem verðlaunaskáld frá fyrra þari þau Brynjólfur Þorsteinsson og Harpa Rún Kristjánsdóttir lásu óbirt ljóð og skáldnöfnurnar Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir lásu upp úr bókum sínum. Steinunn Arnbjörg úr Fugl/Bupl og Steinunn Sigurðardóttir úr Dimmumót auk þess sem Steinunn las óbirt ljóð sitt Femme fatale

--JUL 19
Comments
Orð um ljóð í núinu

Orð um glæpasögur fyrir börn og fyrir fullorðna

Í þættinum er rætt við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur um nýja bók hennar Kennarinn sem hvarf sporlaust en einnig rætt um fyrstu bók Bergrúnar Vinur minn vindurinn (2014) sem nú hefur verið endurútgefin á einni bók með myndabókinni Sumarið góða. Þá ræddi umsjónamaður einnig við Katrínu Jakobsdóttur bókmenntafræðing og forsætisráðherra, Lilju Sigurðardóttur rithöfund og Pétur Má Ólafsson útgefanda um eðli og einkenni glæpasagna, ástæður vinsælda þeirra og framtíðarhorfur.

--JUL 5
Comments
Orð um glæpasögur fyrir börn og fyrir fullorðna

Orð um glæpasögu um ást, bók um móður og heimsástand og veiru

Í þættinum má heyra Valdimar Tómasson lesa nokkur ljóð úr nýrri bók sinni Veiurfangar og Veraldarharmur og segir frá tilurð hennar. Einnig segir Halla Kjartansdóttir frá fyrstu glæpasögu norska sálfræðingsins Helene Flood Þerapistinn sem er nýkomin út í hennar þýðingu. Að lokum er rætt við Árna Óskarsson um bókina Óskabarn ógæfunnar eftir Nóbelsverðlaunahafann Peter Handke sem kom fyrst út í Þýskalandi árið 1972, skrifuð á fáeinum mánuðum eftir að móðir hans féll fyrir eigin hendi aðeins rúmlega fimmtug.

57 minJUN 28
Comments
Orð um glæpasögu um ást, bók um móður og heimsástand og veiru

Orð um bækur um glæpi

Orð um bækur um glæpi, fólk sem fremur þá, fólk sem rannsakar þá og fólk sem skrifar um þá Það eru glæpasögur á dagskrá þáttarins Orð um bækur að þessu sinni. Þann 10. júní 2020 tók Sólveig Pálsdóttir við Blóðdropanum, íslensku glæpasagnaverðlaununum árið 2020 fyrir bestu glæpasögu ársins 2019. 20 bækur voru tilnefndar og varð skáldsaga Sólveigr Fjörtrar hlutskörpust. Í þættinum er rætt við Solveigu m.a. um ástæður þess að hún fór skyndilega skrifa glæpasögur en einnig um glæpasögur almennt og hennar eigin sérstaklega en Fjötrar er fimmta glæpasagan sem Sólveig sendir frá sér. Þá er í þættinum rætt við Ármann Jakobsson en nýlega kom út þriðja glæpasaga hans þar sem sérstakt morðdeildarteymi tekst í hverri bók á við nýtt glæpamál. Í skáldsögunni Tíbrá segir frá veiðiferð þriggja félaga sem ekki endar eins og upp var lagt með enda fær morðdeildarteymi fljótlega afar snúið mál að fást við. Ármann er einnig þýfgaður um ástæður þess að miðaldafræðingu einhendir sér í að skrifa samtímaglæpasögur.

--JUN 21
Comments
Orð um bækur um glæpi
success toast
Welcome to Himalaya LearningDozens of podcourses featuring over 100 experts are waiting for you.