Himalaya: Listen. Learn. Grow.

4.8K Ratings
Open In App
title

Füzz

RÚV

0
Followers
1
Plays
Füzz

Füzz

RÚV

0
Followers
1
Plays
OVERVIEWEPISODESYOU MAY ALSO LIKE

Details

About Us

Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft að tala og syngja og maður á að hlusta hátt.

Latest Episodes

Queen - A day at the Races

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er fimmta hljóðversplata hljómsveitarinnar Queen; A Day at the Races sem kom út 10. Desember 1976 og er af mörgum aðdáanda Queen talin ein af bestu plötum sveitarinnar. Hljómsveitin stjórnaði sjálf upptökum en Mike nokkur Stone var upptökumaður en hann tók upp fyrstu sex plötur Queen og var hægri hönd upptökustjórans Roy Thomas Baker sem stjórnaði upptökum á fyrstu fjórum plötunum. A Day at the Races er einskonar systurplata A Night at the Opera sem kom út árið áður, en nöfnin eru bæði fengin frá kvikmyndum Marx bræðra og umslögin minna hvort á annað. A night at the Opera er hvítt en umslag A Day at the races er svart. Músíklega eru þessar tvær plötur líka systur og allskyns stílar í gangi, allt frá einskonar leikhúsmúsík upp í harðasta rokk. Platan náði toppsæti vinsældalistanna í Bretlandi, Japan og Hollandi t.d. og fór hæst í 5. Sæti listans í Bandaríkjunum. Þegar BBC setti saman lista yfir bestu plötur allra tíma árið 2006 lenti A Day at the Races í 67. sæti.

--2 d ago
Comments
Queen - A day at the Races

AC/DC - Power Up

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er nýja AC/DC platan; Power Up sem kom út í síðustu viku. það er ekkert band í heiminum sem hljómar eins og AC/DC og AC/DC er ekki að rembast við að vera eitthvað annað en AC/DC. Þeir gerðu það ekki 1980 og gera það ekki heldur í dag 40 árum síðar. það er fátt nýtt þarna sem kemur á óvart en stundum vill maður bara ekki láta koma sér á óvart. En það er langt í frá sjálfgefið að þessi plata kæmi út, það hefur margt og mikið gengið á hjá þessum köllum undanfarin ár. Fyrir það fyrsta er hljómsveitarstjórinn, eldri Young bróðirinn, ryþmagítarleikarinn Malcolm Young látinn. Hann fékk heilabilun og lést fyrir þremur árum aðeins 64 ára að aldri, en hann var þá búinn að vera að berjast við sjúkdóminn í nokkur ár og því var haldið leyndu í lengstu lög. Söngvarinn Brian Johnson sem er orðinn 73 ára gat ekki klárað síðustu tónleikaferð - Rock or Bust túrinn sem farinn var til að fylgja eftir síðustu plötu, vegna þess að læknirinn hans sagði honum að hann yrði alveg heyrnarlaus ef hann myndi halda áfram á sömu braut, og AXL Rose úr Guns?n Roses kom inn í hans stað. Bassaleikarinn Cliff Williams sem er búinn að vera í bandinu frá 1978 var hættur, búinn að leggja bassanum - hann er sjötugur. Og trommarinn Phil Rudd sem var búin að tromma með AC/DC meira og minna síðan 1977 var rekinn eftir að hann lenti upp á kant við lögin á Nýja sjálandi þar sem hann býr. Hann var ákærður fyrir að leggja á ráðin um morð eins fáránlega og það hljómar. Hann er 66 ára. Þannig að áður en þessi nýja plata var gerð var enginn eftir í AC/DC nema gítarleikarinn í skólabúningnum - Angus Young (65 ára), og frændi hans sem tók við ryþmagítarleikarastöðunni af Malcolm, Stevie Young sem er 63 ára. Hann var ekki alveg ókunnugur AC/DC vegna þess að hann leysti Malcolm af um tíma í bandinu árið 1988. En einhvernvegin tókst þeim að sópa bandinu saman og gera þessa nýju plötu; Power up! Og ég tek ofan fyrir þeim fyrir það. Þeir eru allir með; Angus, Cliff, Phil, Brian og Stevie Young. Við heyrum amk. þrjú lög af Power Up í Füzz í kvöld. Bootlegs - Fullur á Facebook AC/DC - Realize The War on Drugs - Red eyes 200 - Anus reins Viagra Boys - Reasearch Chemicals King Gizzard and the Lizard Wizard - Automation VINUR ÞÁTTARINS The Guess Who - American woman Tom Morello & Gary Clarke jr. - Can?t stop the bleeding SÍMATÍMI Sólstafir - Drýsill Dimma - Ég brenn Babe Ruth - Black d

--1 w ago
Comments
AC/DC - Power Up

Uriah Heep - Demons and Wizards

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er fjórða breiðskífa bresku rokksveitarinnar Uriah Heep, Demons and Wizards sem kom út 19. maí 1972 og hún varð fyrir valinu núna vegna þess að hljómborðsleikari sveitarinnar og aðal lagasmiður á gullaldarárum hennar, Ken Hensley, lést núna í vikunni á heimili sínu á Spáni. Hann var 75 ára. Á Þessari plötu er „gullaldarlið“ Uriah Heep: David Byron - söngur Mick Box - gítar Ken Hensley - Hljómborð og söngur. Mark Clarke - bassi og söngur Lee Kerslake - trommur og slagverk. Og þarna á þessari plötu small allt saman. Bandið var frábært og allir meðlimir voru samtaka og til í að leggja hvað sem var á sig til að verða vinsælasta rokkband í heimi, og um tíma má segja að Uriah heep hafi verið vinsælasta rokkband heims. Ken Hensley var í bandinu áratuginn frá 1970 - 1980 en hætti þá og átti eftir að spila meðal annars um tíma með hljómsveitum eins og W.A.S.P., Cinderella, Blackfoot og öðrum. Í seinni tíð leiddi hann sína eigin hljómsveit, Live Fire, og þar var söngvari árum saman okkar eini sanni Eiríkur Hauksson. Og Þegar Eiki hélt 60 ára afmælistónleika í Reykjavík fyrir nokkrum árum kom Hensley Þar fram sem gestur. Platan náði 20. sæti vinsældalistans í Bretlandi og 23. Sæti í Bandaríkjunum. Í Finnlandi fór hún alla leið í toppsætið í maí 1972. Við heyrum nokkur lög af Demons and Wizards í Füzz í kvöld.

--3 w ago
Comments
Uriah Heep - Demons and Wizards

Thin Lizzy - Chinatown

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Chinatownm tólfta plata írsku rokksveitarinnar Thin Lizzy sem kom út 13. Otóber árið 1980 - fyrir 40 árum. Gary Moore var þarna hættur í sveitinni og í hans stað kom gítarleikarinn Snowy White sem var í sveitinni til 1982. Hann hafði árin á undan spilað með Cliff Richard, Peter Green og Pink Floyd. Á plötunni er einnig hinn 18 ára gamli Darren Wharton á hljómborð. Þegar Chinatown kom út þótti mörgum hún ekki eins góð og platan sem kom á undan; Black Rose: A Rock Legend, en þar voru bæði Gary Moore og upptökustjórinn Tony Visconti. Margir fundu eitt og annað að plötunni en það er líka á hreinu að fjölmargir um allan heim halda mikið upp á þessa plötu. Dr. Spock - Covid frændi Thin Lizzy - We will be strong (plata þáttarins) Whitesnake - The deeper the love Tenacious D - Time warp Smashing Pumpkins - Bullet with butterfly wings VINUR ÞÁTTARINS Coverdale-Page - Feeling hot Metallica - Whiskey in the jar Thin Lizzy - China town (plata þáttarins) SÍMATÍMI King Gizzard and Lizard Wizard - Automation Trust - Le Mitard (óskalag) Kiss - Heaven's on fire (óskalag) Led Zeppelin - The Lemon song (óskalag) U2 - Out of control Inhaler - When it breaks Bon Jovi - The boys are back in town (óskalag) Heart - Stairway to heaven (live) (óskalag) Rolling Stones - Little T&A Dio - Rainbow in the dark SÍMAÍMI Thin Lizzy - Killer on the loose The Who - Pinball wizard (óskalag) ZZ Top - Legs (óskalag) Auðn - Eldborg Megadeth - Symphony of destruction Fræbbblarnir - Summer (k)nights (óskalag) Rainbow - I surrender Alice in chains - Down in a hole Big Fat Snake - Bonsoir madame (óskalag) AC/DC - If you want blood (you?ve got it)

--OCT 31
Comments
Thin Lizzy - Chinatown

Smashing Pumpkins - Mellon Collie and the Infinite Sadness

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er þriðja breiðskífa Smashing Pumpkins; Mellon Collie and the Infinite Sadness sem kom út fyrir nákvæmlega 25 árum síðan, 23. Október 1995. Þetta er rosaleg plata - tvöfaldur diskur, þrefaldur vinyll og 28 lög. Þarna er allskonar músík, hart rokk og píanóballöður og allt þar á milli. Billy Corgan stjórnaði upptökum ásamt Flodd og Alan Moulder. Áður en platan kom út sendi sveitin frá sér smáskífu með laginu Bullet with butterfly wings sem greiddi leiðina fyrir plötuna í toppsæti bandaríska vinsældalistans, en Mellon Collie er eina breiðskífa Smashing Pumpkins sem náði alla leið á toppinn. Finn lög til viðbótar voru gefin út á smáskífum; 1979, Zero, Tonight, Tonight, Muzzle og Thirty-Three. Platan seldist fljótlega í meira en 10 milljón eintökum og platan sló algjörlega í gegn. Platan hluat sjö Grammy tilnefningar fyrir plötuna, þar á meðal í flokkunum plata ársins og upptaka ársins (fyrir Tonight, tonight) og níu tilnefningar til myndbandaverðlauna MTV. Lög af plötunni voru spiluð á rokkútvarpsstöðvum um allan heim, en líka á hefðbundnum topp 40 poppstöðvum og mörg laganna náðu inn á topp 40 vinsældalista víða um heim. Þarna var Smashing Pumpkins á hátindi ferils síns á allan mögulegan hátt, frábært skapandi band. Sveitin er enn starfandi og 27. Nóvember nk. Er vin á elleftu breiðskífu sveitarinnar; Cyr. Þeir Jimmy Chamberlein trommari og gítarleikarinn James Iha sem voru með á Mellon Collie eru í bandinu í dag, en Billy Corgan semur öll lögin auk þess að stjórna upptökum. Swiss - Garún Smashing Pumpkins - Tonight tonight (Plata þáttarins) AC/DC - Flick of the switch Queen - Flick of the wrist Metallica - Master of puppets SÍMATÍMI Smashing Pumpkins - Galapogos (Plata þáttarins) System of a Down - Soldier side (óskalag) Black Sabbath - Heaven and Hell (óskalag) Tenacious D - Pick of destiny Ozzy Osbourne - Shot in the dark (óskalag) Rainbow - Street of dreams (óskalag) Yes - Roundabout Humble Pie - Thirty days in a hole Smashing Pumpkins - Zero (Plata þáttarins) Canibales - El ombligo Del Diablo SÍMATÍMI Elvis Costello & the Attractions - What?s so funny about peace love and understanding Spencer Davis Group - Gimme some lovin (óskalag) Heart - Barracuda (óskalag) Uriah Heep - The wizard (óskalag) Smashing Pumpkins - 1979 (Plata þáttarins) Dr. Spock - Covid frændi Bonfire - Sweet home Alabama (óskalag) Kaiser Chiefs - Ruby (óskalag) Neil

--OCT 24
Comments
Smashing Pumpkins - Mellon Collie and the Infinite Sadness

Eddie Van Halen og John Lennon

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Við minnumst gítarleikarans Eddie van Halen með nokkrum íslenskum gítarhetjum sem senda okkur pistil og velja handa okkur lög með Van Halen. Gítarleikararnir eru Þráinn Árni úr Skálmöld, Óskar Logi úr Vintage Caravan, Bjössi Thor, Sigurgeir Sigmunds og Gunni Ingi úr Une Misere. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er í tilefni dagsins - platan Rock?n roll með John Lennon. Lennon hefði oorðið áttræður í dag ef hann hefði lifað, en í ár eru liðin 40 ár frá því hann var myrtur fyrir utan heimili sitt í New York og friðarsúlan í Viðey verður tendruð í kvöld. Rock?n roll sem kom út 1975 er sjötta og í raun síðasta eiginlega sólóplata Lennons. Þær plötur sem komu á eftir henni voru Double Fantasy (1980) og Milk and Honey (1984) en þær báðar eru skráðar á Lennon og Yoko. Á þessari plötu eru uppáhalds lög Lennons frá sjötta og sjöunda áratugnum, lög sem höfðu áhrif á hinn unga John fyrir Bítl. Upptökur plötunnar tóku langan tíma og gengu ekki mjög vel. Phil Spector tók upp með Lennon í október 1973 og hann stjórnaði svo sjálfur upptökum á nokkrum lögum í október 1974. Spector lét sig hverfa með upptökurnar og lenti síðan í bílslysi. Lagahöfundirinn Morris Levy fór í máol við Lennon útaf Bítlalaginu Come Together, sagði það að hluta til stolið frá lagi eftir sig. Partur af samkomulaginu sem Lennon gerði við Levy til að sleppa við málaferli var að hann myndi hafa þrjú lög eftir hann á Rockn roll plötunni. Vegna þess að Spector var með upptökurnar kom platan Walls and Bridges út á undan Rock?n roll, og þar er eitt lag eftir Morris Levy, Ya Ya sem er líka á Rock?n roll. Platan kom út í febrúar 1975 og náði 6. sæti á vinsældalistunum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum og seldist í báðum löndum á endanum í gull. Umslag plötunnar er skemmtilegt, sýnir ungan John standa leðurjakkaklæddann upp við hús í Hamborg, þegar Bítlanrir voru kornungir að spila á mellubúllum fyrir skemmtanaglaða unga sjómenn allstaðar að úr heiminum, áður en Bítlaæðið skall á heiminum. Eftir að þessi plata kom út tók Lennon sér frí 5 ára frá músíkbransanum og einbeitti sér að uppeldi sonar síns og Yoko Ono, Sean Ono Lennon. Spilafífl - Talandi höfuð Van Halen - Dance the night away John Lennon - Be bop-A-lula (plata þáttarins) Eddie Cochran - C?mon everybody Sex Pistols - No feelings ÞRÁINN ÁRNI UM EDDIE VAN HALEN Van Halen - Mean streets Robert Plant - Hurting kind (I?ve got my eyes on you) VINUR ÞÁTTARINS Rick Derring

--OCT 10
Comments
Eddie Van Halen og John Lennon

Oasis - What?s the story Morning glory

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er tímamótaplatan What?s the story Morning Glory með Oasis sem kom út þennan dag, 2. október árið 1995, fyrir réttum 25 árum síðan. Þetta er merkileg plata, ein stærsta og merkasta plata Brit Pop tímans í Bretlandi, kannski jafnvel Brit Pop plata númer eitt! Hún hefst á lagi sem heitir Hello og svo rekur hver smellurinn annan, Roll With it, Wonderwall, Don?t look back in anger, Some might Say, Morning Glory, Champagne Supernova og þannig mætti lengi telja. Það verður að segjast eins og er að umsjónarmaður þáttarins heldur mikið upp á þessa plötu, sá Oasis spila á stóra Pýramída-sviðinu á Glastonbury í júní sama ár og varð Oasis maður fyrir lífstíð. Noel Gallagher og Owen Morris eru skráðir saman upptökustjórar plötunnar og þetta er mikið Rock?n roll. Þarna skipti sveitin um trommara, Tony McCarroll yfirgefur sveitina, var rekinn, og í hans stað kom Alan White. McCarroll spilar reyndar í einu lagi á plötunni; Some might say. Þetta er stór og mikil plata, full af stórum lögum með stórum kórusum og singalong-i. Þessi plata gerði Oasis að risum. Hún seldist í útgáfuvikunni í 345.000 eintökum og var í 10 vikur á toppnum á breska listanum og náði 4. sæti Bandaríska listans. Smáskífurnar Some Might Say og Don't Look Back in Anger fóru á toppinn á breska smáskífulistanum og Roll with It og Wonderwall náðu hæst í annað sætið. Wonderwall fór svo á toppinn á vinsældalistunum í Ástralíu og á Nýja sjálandi. Oasis hlaut Bresku tónlistarverðlaunin 1996 fyrir plötu ársins og sveitin fylgdi henni eftir með rosalegri tónleikaferð og það fór sérstaklega mikið fyrir þeim heima í Bretlandi. Þeir spiluðu stærstu innanhúss-tónleika þess tíma í Evrópu í Earls Court í London - spiluðu tvenna heimkomutónleika á Maine Road í Manchester í apríl ?96 og í sama mánuði spiluðu þeir fyrir 80.000 manns í Balloch Country Park í Skotlandi. Viku seinna spilaði Oasis svo sína allra stærstu og fjölmennustu tónleika í Knebwort fyrir samtals 250.000 á einni helgi, tvö kvöld í röð. Það er talið að tvær og hálf milljón Breta hafi reynt að ná í miða á þá tónleika, en það samsvarar 4,4 prósentum þjóðarinnar þá. Oasis voru hrikalega vinsælir á þessum tíma. What?s the story Morning glory er ein stærsta plata 10unda áratugarins og hefur í dag selst í meira en 22 milljónum eintaka sem gerir hana að einni mest seldu plötu sögunnar. Hún er í fimmta sæti í Bretlandi yfir mest seldu plöturnar

--OCT 3
Comments
Oasis - What?s the story Morning glory

Helga Vala - PJ. Harvey og Jimi Hendrix

Gestur þáttarins að þessu sinni er Helga Vala Helgadóttir þingman Samfylkingarinnar. Hún mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína klukkan 21.00. Vinur þáttarins sendir lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Cry of Love - fyrsta plata Jimi Hendrix sem kom út eftir að hann lést, en hann lést þennan dag, 18. September 1970 - fyrir hálfri öld. Þessi plata sem heitir Cry of Love kom út 5. Mars 1971 - rúmu hálfu ári eftir að hann lést. Upptökustjórinn Eddie Kramer kláraði að setja plötuna saman úr þeim lögum sem hann var að vinna með Hendrix þegar hann lést, og honum til aðstoðar voru trommuleikarinn Mitch Mitchell og umboðsmaðurinn Michael Jeffery. Hendrix, Kramer og Mitchell eru skráðir upptökustjórar plötunnar og umboðsmaðurinn einskonar framkvæmdastjóri verksins. Það var Reprise útgáfan sem gaf plötuna út og hún seldist vel bæði t.d. í Bandaríkjunum og Bretlandi. Lög af plötunni komu seinna út á öðrum plötum þar sem reynt var að skapa plötuna sem Hendrix var í raun að gera 1970. Ein heitir Voodo Soup og kom út 1995 og önnur sem kom 1997 heitir First Rays of the new Rising Sun. Þessi plata sem Hendrix var aðgera var fyrsta platan hans eftir að hljómsveitin Jimi Hendrix Experience leystist upp og hann gerði með nýju hljómsveitinni, Band of Gypsys, tromaranum Micth Mitchell og bassaleikaranum Billy Cox. Platan var tekin upp í nýja hljóðverinu hans Hendirx í New York, Electric Lady studios sem er enn starfandi og margir stærstu listamenn heims hafa unnið þar. Mammút - Blóðbergð Ace Frehley - I?m down Hellsongs - Paranoid Black Sabbath - War pigs Smashing Pumpkins - The Colour of love VINUR ÞÁTTARINS Jo Jo Gunne - Rock around the symbol/Broken down man Helhorse - Overboard SÍMATÍMI Jimi Hendrix - Freedom (plata þáttarins) John Lennon - Cold Turkey (óskalag) Golden Earring - Radar Love (óskalag) Green Day - American idiot Ramones - I wanna be sedated Pearl Jam - Even flow (óskalag) Black Sabbath - Iron man (óskalag) Jimi Hendrix - Ezy rider (plata þáttarins) GESTUR FUZZ - HELGA VALA HELGADÓTTIR MEÐ UPPÁHALDS ROKKLÖTUNA Nick Cave & PJ Harvey - Henry Lee HELGA VALA II PJ. Harvey - A perfect day Elise HELGA VALA III PJ. Harvey - The sky lit up Churchhouse Creepers - Party (óskalag) Foo Fighters - Walk (óskalag) Ozzy Osbourne - Dreamer (óskalag)

--SEP 19
Comments
Helga Vala - PJ. Harvey og Jimi Hendrix

Maggi Stef - Deep Purple og The Byrds

Gestur þáttarins að þessu sinni er Magnús Stefánsson sem er meðal annars fyrrum trommuleikari Utangarðsmanna, EGÓS og Sálarinnar hans Jóns míns. Hann mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína klukkan 21.00. Vinur þáttarins sendir lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Younger than Yesterday með Byrds sem kom út 6. febrúar árið 1967. Younger Than Yesterday er fjórða plata Amerísku rokksveitarinnar Byrds, sem á plötunni tekur inn áhrif frá sækadelíu og jazzi. Bassaleikarinn Chris Hillman er þarna í stærrsa hlutverki en á plötunum á undan og sýnir að hann er lunkinn lagasmiður sem hann hafði ekki sýnt svo mikið til þessarar plötu. Hann er einn skrifaður fyrir fjórum laga plötunnar og er meðhöfundur í laginu "So You Want to Be a Rock 'n' Roll Star". ?I tveimur af þessum fjórum lögum Hillmans á plötunni byrjar sveitin að feta sig inn á kántrí-rokk slóðina sem átti síðar eftir að einkenna The Byrds á næstu plötum, Platan náði 24. Sæti Bandaríska listans þegar hún kom út og því 37unda í Bretlandi. Lagið So you want to be a rock?n roll star kom út á lítilli plötu áður en stór platan kom út, og eftir að hún kom út voru tvö lög önnnur gefin út á smáskífum, Have you seen her face eftir Chris Hillman og My back Pages eftir Bob Dylan. Ekkert laga plötunnar gerði miklar rósir á vinsældalistanum í Bretlandi. Í dag þykir Younger than Yesterday ein alla besta plata Byrds og ein besta plata ársins 1967, þrátt fyrir að það hafi lítið farið fyrir henni á sínum tíma. Egó - Mescalin Volcanova - Welcome Volcanova - Where?s the time R.E.M. - The one i live (Live Paleo festival 2008) The Verve - History My Chemical Romance - Welcome to the black parade Rory Gallagher - Bad penny VINUR ÞÁTTARINS Foghat - Sarah Lee Hellacopters - Murder on my mind SÍMATÍMI Bob Jovi - You give love a bad name (óskalag) AC/DC - Let me put my love into you (óskalag) Nothing but Thieves - Amsterdam (óskalag) Brain Police - Jacuzzi Suzy (óskalag) Queen - Bohemian Rhapsody (óskalag) Bruce Springsteen - Lettter to you Lemmy & Probot - Shake your blood (óskalag) The Byrds - So you want to be a rock?n roll star Wilco - True love will find you in the end MAGNÚS STEFÁNSSON GESTUR FUZZ Utangarðsmenn - 13-16 MAGNÚS II Deep Purple - Might just take your life MAGNÚS III Deep Purple - Lay down, stay down The Byrds - My back pages Deep Purple - Burn

--SEP 12
Comments
Maggi Stef - Deep Purple og The Byrds

Janis og allir hinir

Umsjón: Andrea Jónsdóttir.

--SEP 5
Comments
Janis og allir hinir

Latest Episodes

Queen - A day at the Races

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er fimmta hljóðversplata hljómsveitarinnar Queen; A Day at the Races sem kom út 10. Desember 1976 og er af mörgum aðdáanda Queen talin ein af bestu plötum sveitarinnar. Hljómsveitin stjórnaði sjálf upptökum en Mike nokkur Stone var upptökumaður en hann tók upp fyrstu sex plötur Queen og var hægri hönd upptökustjórans Roy Thomas Baker sem stjórnaði upptökum á fyrstu fjórum plötunum. A Day at the Races er einskonar systurplata A Night at the Opera sem kom út árið áður, en nöfnin eru bæði fengin frá kvikmyndum Marx bræðra og umslögin minna hvort á annað. A night at the Opera er hvítt en umslag A Day at the races er svart. Músíklega eru þessar tvær plötur líka systur og allskyns stílar í gangi, allt frá einskonar leikhúsmúsík upp í harðasta rokk. Platan náði toppsæti vinsældalistanna í Bretlandi, Japan og Hollandi t.d. og fór hæst í 5. Sæti listans í Bandaríkjunum. Þegar BBC setti saman lista yfir bestu plötur allra tíma árið 2006 lenti A Day at the Races í 67. sæti.

--2 d ago
Comments
Queen - A day at the Races

AC/DC - Power Up

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er nýja AC/DC platan; Power Up sem kom út í síðustu viku. það er ekkert band í heiminum sem hljómar eins og AC/DC og AC/DC er ekki að rembast við að vera eitthvað annað en AC/DC. Þeir gerðu það ekki 1980 og gera það ekki heldur í dag 40 árum síðar. það er fátt nýtt þarna sem kemur á óvart en stundum vill maður bara ekki láta koma sér á óvart. En það er langt í frá sjálfgefið að þessi plata kæmi út, það hefur margt og mikið gengið á hjá þessum köllum undanfarin ár. Fyrir það fyrsta er hljómsveitarstjórinn, eldri Young bróðirinn, ryþmagítarleikarinn Malcolm Young látinn. Hann fékk heilabilun og lést fyrir þremur árum aðeins 64 ára að aldri, en hann var þá búinn að vera að berjast við sjúkdóminn í nokkur ár og því var haldið leyndu í lengstu lög. Söngvarinn Brian Johnson sem er orðinn 73 ára gat ekki klárað síðustu tónleikaferð - Rock or Bust túrinn sem farinn var til að fylgja eftir síðustu plötu, vegna þess að læknirinn hans sagði honum að hann yrði alveg heyrnarlaus ef hann myndi halda áfram á sömu braut, og AXL Rose úr Guns?n Roses kom inn í hans stað. Bassaleikarinn Cliff Williams sem er búinn að vera í bandinu frá 1978 var hættur, búinn að leggja bassanum - hann er sjötugur. Og trommarinn Phil Rudd sem var búin að tromma með AC/DC meira og minna síðan 1977 var rekinn eftir að hann lenti upp á kant við lögin á Nýja sjálandi þar sem hann býr. Hann var ákærður fyrir að leggja á ráðin um morð eins fáránlega og það hljómar. Hann er 66 ára. Þannig að áður en þessi nýja plata var gerð var enginn eftir í AC/DC nema gítarleikarinn í skólabúningnum - Angus Young (65 ára), og frændi hans sem tók við ryþmagítarleikarastöðunni af Malcolm, Stevie Young sem er 63 ára. Hann var ekki alveg ókunnugur AC/DC vegna þess að hann leysti Malcolm af um tíma í bandinu árið 1988. En einhvernvegin tókst þeim að sópa bandinu saman og gera þessa nýju plötu; Power up! Og ég tek ofan fyrir þeim fyrir það. Þeir eru allir með; Angus, Cliff, Phil, Brian og Stevie Young. Við heyrum amk. þrjú lög af Power Up í Füzz í kvöld. Bootlegs - Fullur á Facebook AC/DC - Realize The War on Drugs - Red eyes 200 - Anus reins Viagra Boys - Reasearch Chemicals King Gizzard and the Lizard Wizard - Automation VINUR ÞÁTTARINS The Guess Who - American woman Tom Morello & Gary Clarke jr. - Can?t stop the bleeding SÍMATÍMI Sólstafir - Drýsill Dimma - Ég brenn Babe Ruth - Black d

--1 w ago
Comments
AC/DC - Power Up

Uriah Heep - Demons and Wizards

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er fjórða breiðskífa bresku rokksveitarinnar Uriah Heep, Demons and Wizards sem kom út 19. maí 1972 og hún varð fyrir valinu núna vegna þess að hljómborðsleikari sveitarinnar og aðal lagasmiður á gullaldarárum hennar, Ken Hensley, lést núna í vikunni á heimili sínu á Spáni. Hann var 75 ára. Á Þessari plötu er „gullaldarlið“ Uriah Heep: David Byron - söngur Mick Box - gítar Ken Hensley - Hljómborð og söngur. Mark Clarke - bassi og söngur Lee Kerslake - trommur og slagverk. Og þarna á þessari plötu small allt saman. Bandið var frábært og allir meðlimir voru samtaka og til í að leggja hvað sem var á sig til að verða vinsælasta rokkband í heimi, og um tíma má segja að Uriah heep hafi verið vinsælasta rokkband heims. Ken Hensley var í bandinu áratuginn frá 1970 - 1980 en hætti þá og átti eftir að spila meðal annars um tíma með hljómsveitum eins og W.A.S.P., Cinderella, Blackfoot og öðrum. Í seinni tíð leiddi hann sína eigin hljómsveit, Live Fire, og þar var söngvari árum saman okkar eini sanni Eiríkur Hauksson. Og Þegar Eiki hélt 60 ára afmælistónleika í Reykjavík fyrir nokkrum árum kom Hensley Þar fram sem gestur. Platan náði 20. sæti vinsældalistans í Bretlandi og 23. Sæti í Bandaríkjunum. Í Finnlandi fór hún alla leið í toppsætið í maí 1972. Við heyrum nokkur lög af Demons and Wizards í Füzz í kvöld.

--3 w ago
Comments
Uriah Heep - Demons and Wizards

Thin Lizzy - Chinatown

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Chinatownm tólfta plata írsku rokksveitarinnar Thin Lizzy sem kom út 13. Otóber árið 1980 - fyrir 40 árum. Gary Moore var þarna hættur í sveitinni og í hans stað kom gítarleikarinn Snowy White sem var í sveitinni til 1982. Hann hafði árin á undan spilað með Cliff Richard, Peter Green og Pink Floyd. Á plötunni er einnig hinn 18 ára gamli Darren Wharton á hljómborð. Þegar Chinatown kom út þótti mörgum hún ekki eins góð og platan sem kom á undan; Black Rose: A Rock Legend, en þar voru bæði Gary Moore og upptökustjórinn Tony Visconti. Margir fundu eitt og annað að plötunni en það er líka á hreinu að fjölmargir um allan heim halda mikið upp á þessa plötu. Dr. Spock - Covid frændi Thin Lizzy - We will be strong (plata þáttarins) Whitesnake - The deeper the love Tenacious D - Time warp Smashing Pumpkins - Bullet with butterfly wings VINUR ÞÁTTARINS Coverdale-Page - Feeling hot Metallica - Whiskey in the jar Thin Lizzy - China town (plata þáttarins) SÍMATÍMI King Gizzard and Lizard Wizard - Automation Trust - Le Mitard (óskalag) Kiss - Heaven's on fire (óskalag) Led Zeppelin - The Lemon song (óskalag) U2 - Out of control Inhaler - When it breaks Bon Jovi - The boys are back in town (óskalag) Heart - Stairway to heaven (live) (óskalag) Rolling Stones - Little T&A Dio - Rainbow in the dark SÍMAÍMI Thin Lizzy - Killer on the loose The Who - Pinball wizard (óskalag) ZZ Top - Legs (óskalag) Auðn - Eldborg Megadeth - Symphony of destruction Fræbbblarnir - Summer (k)nights (óskalag) Rainbow - I surrender Alice in chains - Down in a hole Big Fat Snake - Bonsoir madame (óskalag) AC/DC - If you want blood (you?ve got it)

--OCT 31
Comments
Thin Lizzy - Chinatown

Smashing Pumpkins - Mellon Collie and the Infinite Sadness

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er þriðja breiðskífa Smashing Pumpkins; Mellon Collie and the Infinite Sadness sem kom út fyrir nákvæmlega 25 árum síðan, 23. Október 1995. Þetta er rosaleg plata - tvöfaldur diskur, þrefaldur vinyll og 28 lög. Þarna er allskonar músík, hart rokk og píanóballöður og allt þar á milli. Billy Corgan stjórnaði upptökum ásamt Flodd og Alan Moulder. Áður en platan kom út sendi sveitin frá sér smáskífu með laginu Bullet with butterfly wings sem greiddi leiðina fyrir plötuna í toppsæti bandaríska vinsældalistans, en Mellon Collie er eina breiðskífa Smashing Pumpkins sem náði alla leið á toppinn. Finn lög til viðbótar voru gefin út á smáskífum; 1979, Zero, Tonight, Tonight, Muzzle og Thirty-Three. Platan seldist fljótlega í meira en 10 milljón eintökum og platan sló algjörlega í gegn. Platan hluat sjö Grammy tilnefningar fyrir plötuna, þar á meðal í flokkunum plata ársins og upptaka ársins (fyrir Tonight, tonight) og níu tilnefningar til myndbandaverðlauna MTV. Lög af plötunni voru spiluð á rokkútvarpsstöðvum um allan heim, en líka á hefðbundnum topp 40 poppstöðvum og mörg laganna náðu inn á topp 40 vinsældalista víða um heim. Þarna var Smashing Pumpkins á hátindi ferils síns á allan mögulegan hátt, frábært skapandi band. Sveitin er enn starfandi og 27. Nóvember nk. Er vin á elleftu breiðskífu sveitarinnar; Cyr. Þeir Jimmy Chamberlein trommari og gítarleikarinn James Iha sem voru með á Mellon Collie eru í bandinu í dag, en Billy Corgan semur öll lögin auk þess að stjórna upptökum. Swiss - Garún Smashing Pumpkins - Tonight tonight (Plata þáttarins) AC/DC - Flick of the switch Queen - Flick of the wrist Metallica - Master of puppets SÍMATÍMI Smashing Pumpkins - Galapogos (Plata þáttarins) System of a Down - Soldier side (óskalag) Black Sabbath - Heaven and Hell (óskalag) Tenacious D - Pick of destiny Ozzy Osbourne - Shot in the dark (óskalag) Rainbow - Street of dreams (óskalag) Yes - Roundabout Humble Pie - Thirty days in a hole Smashing Pumpkins - Zero (Plata þáttarins) Canibales - El ombligo Del Diablo SÍMATÍMI Elvis Costello & the Attractions - What?s so funny about peace love and understanding Spencer Davis Group - Gimme some lovin (óskalag) Heart - Barracuda (óskalag) Uriah Heep - The wizard (óskalag) Smashing Pumpkins - 1979 (Plata þáttarins) Dr. Spock - Covid frændi Bonfire - Sweet home Alabama (óskalag) Kaiser Chiefs - Ruby (óskalag) Neil

--OCT 24
Comments
Smashing Pumpkins - Mellon Collie and the Infinite Sadness

Eddie Van Halen og John Lennon

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Við minnumst gítarleikarans Eddie van Halen með nokkrum íslenskum gítarhetjum sem senda okkur pistil og velja handa okkur lög með Van Halen. Gítarleikararnir eru Þráinn Árni úr Skálmöld, Óskar Logi úr Vintage Caravan, Bjössi Thor, Sigurgeir Sigmunds og Gunni Ingi úr Une Misere. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er í tilefni dagsins - platan Rock?n roll með John Lennon. Lennon hefði oorðið áttræður í dag ef hann hefði lifað, en í ár eru liðin 40 ár frá því hann var myrtur fyrir utan heimili sitt í New York og friðarsúlan í Viðey verður tendruð í kvöld. Rock?n roll sem kom út 1975 er sjötta og í raun síðasta eiginlega sólóplata Lennons. Þær plötur sem komu á eftir henni voru Double Fantasy (1980) og Milk and Honey (1984) en þær báðar eru skráðar á Lennon og Yoko. Á þessari plötu eru uppáhalds lög Lennons frá sjötta og sjöunda áratugnum, lög sem höfðu áhrif á hinn unga John fyrir Bítl. Upptökur plötunnar tóku langan tíma og gengu ekki mjög vel. Phil Spector tók upp með Lennon í október 1973 og hann stjórnaði svo sjálfur upptökum á nokkrum lögum í október 1974. Spector lét sig hverfa með upptökurnar og lenti síðan í bílslysi. Lagahöfundirinn Morris Levy fór í máol við Lennon útaf Bítlalaginu Come Together, sagði það að hluta til stolið frá lagi eftir sig. Partur af samkomulaginu sem Lennon gerði við Levy til að sleppa við málaferli var að hann myndi hafa þrjú lög eftir hann á Rockn roll plötunni. Vegna þess að Spector var með upptökurnar kom platan Walls and Bridges út á undan Rock?n roll, og þar er eitt lag eftir Morris Levy, Ya Ya sem er líka á Rock?n roll. Platan kom út í febrúar 1975 og náði 6. sæti á vinsældalistunum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum og seldist í báðum löndum á endanum í gull. Umslag plötunnar er skemmtilegt, sýnir ungan John standa leðurjakkaklæddann upp við hús í Hamborg, þegar Bítlanrir voru kornungir að spila á mellubúllum fyrir skemmtanaglaða unga sjómenn allstaðar að úr heiminum, áður en Bítlaæðið skall á heiminum. Eftir að þessi plata kom út tók Lennon sér frí 5 ára frá músíkbransanum og einbeitti sér að uppeldi sonar síns og Yoko Ono, Sean Ono Lennon. Spilafífl - Talandi höfuð Van Halen - Dance the night away John Lennon - Be bop-A-lula (plata þáttarins) Eddie Cochran - C?mon everybody Sex Pistols - No feelings ÞRÁINN ÁRNI UM EDDIE VAN HALEN Van Halen - Mean streets Robert Plant - Hurting kind (I?ve got my eyes on you) VINUR ÞÁTTARINS Rick Derring

--OCT 10
Comments
Eddie Van Halen og John Lennon

Oasis - What?s the story Morning glory

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er tímamótaplatan What?s the story Morning Glory með Oasis sem kom út þennan dag, 2. október árið 1995, fyrir réttum 25 árum síðan. Þetta er merkileg plata, ein stærsta og merkasta plata Brit Pop tímans í Bretlandi, kannski jafnvel Brit Pop plata númer eitt! Hún hefst á lagi sem heitir Hello og svo rekur hver smellurinn annan, Roll With it, Wonderwall, Don?t look back in anger, Some might Say, Morning Glory, Champagne Supernova og þannig mætti lengi telja. Það verður að segjast eins og er að umsjónarmaður þáttarins heldur mikið upp á þessa plötu, sá Oasis spila á stóra Pýramída-sviðinu á Glastonbury í júní sama ár og varð Oasis maður fyrir lífstíð. Noel Gallagher og Owen Morris eru skráðir saman upptökustjórar plötunnar og þetta er mikið Rock?n roll. Þarna skipti sveitin um trommara, Tony McCarroll yfirgefur sveitina, var rekinn, og í hans stað kom Alan White. McCarroll spilar reyndar í einu lagi á plötunni; Some might say. Þetta er stór og mikil plata, full af stórum lögum með stórum kórusum og singalong-i. Þessi plata gerði Oasis að risum. Hún seldist í útgáfuvikunni í 345.000 eintökum og var í 10 vikur á toppnum á breska listanum og náði 4. sæti Bandaríska listans. Smáskífurnar Some Might Say og Don't Look Back in Anger fóru á toppinn á breska smáskífulistanum og Roll with It og Wonderwall náðu hæst í annað sætið. Wonderwall fór svo á toppinn á vinsældalistunum í Ástralíu og á Nýja sjálandi. Oasis hlaut Bresku tónlistarverðlaunin 1996 fyrir plötu ársins og sveitin fylgdi henni eftir með rosalegri tónleikaferð og það fór sérstaklega mikið fyrir þeim heima í Bretlandi. Þeir spiluðu stærstu innanhúss-tónleika þess tíma í Evrópu í Earls Court í London - spiluðu tvenna heimkomutónleika á Maine Road í Manchester í apríl ?96 og í sama mánuði spiluðu þeir fyrir 80.000 manns í Balloch Country Park í Skotlandi. Viku seinna spilaði Oasis svo sína allra stærstu og fjölmennustu tónleika í Knebwort fyrir samtals 250.000 á einni helgi, tvö kvöld í röð. Það er talið að tvær og hálf milljón Breta hafi reynt að ná í miða á þá tónleika, en það samsvarar 4,4 prósentum þjóðarinnar þá. Oasis voru hrikalega vinsælir á þessum tíma. What?s the story Morning glory er ein stærsta plata 10unda áratugarins og hefur í dag selst í meira en 22 milljónum eintaka sem gerir hana að einni mest seldu plötu sögunnar. Hún er í fimmta sæti í Bretlandi yfir mest seldu plöturnar

--OCT 3
Comments
Oasis - What?s the story Morning glory

Helga Vala - PJ. Harvey og Jimi Hendrix

Gestur þáttarins að þessu sinni er Helga Vala Helgadóttir þingman Samfylkingarinnar. Hún mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína klukkan 21.00. Vinur þáttarins sendir lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Cry of Love - fyrsta plata Jimi Hendrix sem kom út eftir að hann lést, en hann lést þennan dag, 18. September 1970 - fyrir hálfri öld. Þessi plata sem heitir Cry of Love kom út 5. Mars 1971 - rúmu hálfu ári eftir að hann lést. Upptökustjórinn Eddie Kramer kláraði að setja plötuna saman úr þeim lögum sem hann var að vinna með Hendrix þegar hann lést, og honum til aðstoðar voru trommuleikarinn Mitch Mitchell og umboðsmaðurinn Michael Jeffery. Hendrix, Kramer og Mitchell eru skráðir upptökustjórar plötunnar og umboðsmaðurinn einskonar framkvæmdastjóri verksins. Það var Reprise útgáfan sem gaf plötuna út og hún seldist vel bæði t.d. í Bandaríkjunum og Bretlandi. Lög af plötunni komu seinna út á öðrum plötum þar sem reynt var að skapa plötuna sem Hendrix var í raun að gera 1970. Ein heitir Voodo Soup og kom út 1995 og önnur sem kom 1997 heitir First Rays of the new Rising Sun. Þessi plata sem Hendrix var aðgera var fyrsta platan hans eftir að hljómsveitin Jimi Hendrix Experience leystist upp og hann gerði með nýju hljómsveitinni, Band of Gypsys, tromaranum Micth Mitchell og bassaleikaranum Billy Cox. Platan var tekin upp í nýja hljóðverinu hans Hendirx í New York, Electric Lady studios sem er enn starfandi og margir stærstu listamenn heims hafa unnið þar. Mammút - Blóðbergð Ace Frehley - I?m down Hellsongs - Paranoid Black Sabbath - War pigs Smashing Pumpkins - The Colour of love VINUR ÞÁTTARINS Jo Jo Gunne - Rock around the symbol/Broken down man Helhorse - Overboard SÍMATÍMI Jimi Hendrix - Freedom (plata þáttarins) John Lennon - Cold Turkey (óskalag) Golden Earring - Radar Love (óskalag) Green Day - American idiot Ramones - I wanna be sedated Pearl Jam - Even flow (óskalag) Black Sabbath - Iron man (óskalag) Jimi Hendrix - Ezy rider (plata þáttarins) GESTUR FUZZ - HELGA VALA HELGADÓTTIR MEÐ UPPÁHALDS ROKKLÖTUNA Nick Cave & PJ Harvey - Henry Lee HELGA VALA II PJ. Harvey - A perfect day Elise HELGA VALA III PJ. Harvey - The sky lit up Churchhouse Creepers - Party (óskalag) Foo Fighters - Walk (óskalag) Ozzy Osbourne - Dreamer (óskalag)

--SEP 19
Comments
Helga Vala - PJ. Harvey og Jimi Hendrix

Maggi Stef - Deep Purple og The Byrds

Gestur þáttarins að þessu sinni er Magnús Stefánsson sem er meðal annars fyrrum trommuleikari Utangarðsmanna, EGÓS og Sálarinnar hans Jóns míns. Hann mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína klukkan 21.00. Vinur þáttarins sendir lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Younger than Yesterday með Byrds sem kom út 6. febrúar árið 1967. Younger Than Yesterday er fjórða plata Amerísku rokksveitarinnar Byrds, sem á plötunni tekur inn áhrif frá sækadelíu og jazzi. Bassaleikarinn Chris Hillman er þarna í stærrsa hlutverki en á plötunum á undan og sýnir að hann er lunkinn lagasmiður sem hann hafði ekki sýnt svo mikið til þessarar plötu. Hann er einn skrifaður fyrir fjórum laga plötunnar og er meðhöfundur í laginu "So You Want to Be a Rock 'n' Roll Star". ?I tveimur af þessum fjórum lögum Hillmans á plötunni byrjar sveitin að feta sig inn á kántrí-rokk slóðina sem átti síðar eftir að einkenna The Byrds á næstu plötum, Platan náði 24. Sæti Bandaríska listans þegar hún kom út og því 37unda í Bretlandi. Lagið So you want to be a rock?n roll star kom út á lítilli plötu áður en stór platan kom út, og eftir að hún kom út voru tvö lög önnnur gefin út á smáskífum, Have you seen her face eftir Chris Hillman og My back Pages eftir Bob Dylan. Ekkert laga plötunnar gerði miklar rósir á vinsældalistanum í Bretlandi. Í dag þykir Younger than Yesterday ein alla besta plata Byrds og ein besta plata ársins 1967, þrátt fyrir að það hafi lítið farið fyrir henni á sínum tíma. Egó - Mescalin Volcanova - Welcome Volcanova - Where?s the time R.E.M. - The one i live (Live Paleo festival 2008) The Verve - History My Chemical Romance - Welcome to the black parade Rory Gallagher - Bad penny VINUR ÞÁTTARINS Foghat - Sarah Lee Hellacopters - Murder on my mind SÍMATÍMI Bob Jovi - You give love a bad name (óskalag) AC/DC - Let me put my love into you (óskalag) Nothing but Thieves - Amsterdam (óskalag) Brain Police - Jacuzzi Suzy (óskalag) Queen - Bohemian Rhapsody (óskalag) Bruce Springsteen - Lettter to you Lemmy & Probot - Shake your blood (óskalag) The Byrds - So you want to be a rock?n roll star Wilco - True love will find you in the end MAGNÚS STEFÁNSSON GESTUR FUZZ Utangarðsmenn - 13-16 MAGNÚS II Deep Purple - Might just take your life MAGNÚS III Deep Purple - Lay down, stay down The Byrds - My back pages Deep Purple - Burn

--SEP 12
Comments
Maggi Stef - Deep Purple og The Byrds

Janis og allir hinir

Umsjón: Andrea Jónsdóttir.

--SEP 5
Comments
Janis og allir hinir
success toast
Welcome to Himalaya LearningClick below to download our app for better listening experience.Download App