Himalaya: Listen. Learn. Grow.

4.8K Ratings
Open In App
title

Füzz

RÚV

Followers
Plays
Füzz
--2018 OCT 20
Play Episode
Comments
title

Details

Gestur Füzz í kvöld er ævintýramaðurinn og plötusalinn Kristinn Sæmundsson (Kiddi Kanína) sem margir muna eftir úr plötubúðinni Hljómalind á Laugaveginum. Margir vilja meina að Kiddi hafi alið upp amk. eina kynslóð tónlistaráhugafólks með því að vera sífellt með puttann á púlsinum og selja fólki eitthvað annað en það kom í búðina (Hljómalind) til að kaupa. Kiddi mætir með upppáhalds ROKKplötuna sína um kl. 21. Plata þáttarins er fyrsta stóra plata Jeff Beck frá árinu 1968, platan Truth. Jeff Beck yfirgaf Yardbirds síðla árs 1966 og árið eftir sendi hann frá sér tvær litlar plötur undir eigin nafni þar sem hann söng sjálfur, og eina ´68 þar sem enginn söngur var. Allar þessar litlu plötur urðu vinsælar í Bretlandi og svo var komið stórri plötu í ágúst 1968. Þar voru með honum Ron Wood sem síðar átti eftir að spila með Faces og ganga á endanum til liðs við Rolling Stones. Og söngvarinn Rod Stewart sem þarna vakti fyrst athygli og sló í gegn í kjölfarið um allan heim. Við heyrum þrjú lög af plötu þáttarins í kvöld. Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20; GARG-fréttir eru á sínum stað og A+B.