Himalaya: Listen. Learn. Grow.

4.8K Ratings
Open In App
title

Athyglisbrestur á lokastigi

Útvarp 101

0
Followers
0
Plays
Athyglisbrestur á lokastigi

Athyglisbrestur á lokastigi

Útvarp 101

0
Followers
0
Plays
OVERVIEWEPISODESYOU MAY ALSO LIKE

Details

About Us

Athyglisbrestur á lokastigi er nýr útvarpsþáttur sem fjallar um það sem við dýrkum og fyrirlítum mest: Menningu. Poppmenning er það sem gefur lífi okkar allra tilgang og við þurfum að ræða hana. Þátturinn er í stjórn þeirra Lóu Bjarkar Björnsdóttur og Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur (Salka). Salka og Lóa eru uppistandarar, útvarpskonur og vinkonur með bullandi athyglisbrest en tekst samt að vera með skoðanir á öllu í einu. Í hverjum þætti fjalla þær um helstu menningaraugnablik vikunnar og fá til liðs við sig góðan gest sem gæti reyndar endað á að þurfa að stjórna þættinum svo allt fari ekki út um þúfur.

Latest Episodes

Hjalti Vigfússon: Taylor Swift , Beaches og leikkonur

Hjalti Vigfússon er viðmælandi Lóu og Sölku, hann er með leikkonufíkn, er skoðanasterkur og vill ekki lengur vera kallaður „Hjalti femínisti“. Í fyrsta þætti af Athyglisbresti á lokastigi er tónlistarmyndbandið hennar Taylor Swift, You need to calm down, rætt, greint og gagnrýnt. Er hún „Hinsegin icon“? Tókst Miley Cyrus það sem Taylor Swift tókst ekki? Afhverju elskum við kvikmyndina Beaches (1988) með Bette Midler í aðalhlutverki svona mikið?

68 min2019 JUN 24
Comments
Hjalti Vigfússon: Taylor Swift , Beaches og leikkonur

Kristín Ólafsdóttir: King of Queens, fangirls, Lizzo og ásættanleg hegðun karlmanna

Kristín Ólafsdóttir er annar viðmælandi í Athyglisbrestur á lokastigi. Kristín er blaðamaður á Vísi, býr í Vesturbænum og er með BA-gráðu í íslensku, elskar Britney og skilur ekki hvernig Doug í King of Queens er nógu góður fyrir Carrie. Við skildum ekki hvað Britney var að syngja um í „Oops I did it again“ sem var MÓMENTIÐ SEM BREYTTI ÖLLU fyrir stínu. Og LIZZO, við tölum um LIZZO.

76 min2019 JUL 1
Comments
Kristín Ólafsdóttir: King of Queens, fangirls, Lizzo og ásættanleg hegðun karlmanna

Ólafur Ásgeirsson: Spuni, Alkóhólismi og Íslenska Netflix

Ólafur Ásgeirsson vinsæll og skemmtilegur gaur. Hann er leikari, spunaleikari OG spunakennari. Hann er með yfirvaraskegg og gleraugu og var að koma heim frá Berlín þar sem hann var á spunafestivalinu Das Improv Festival. Eru spunaleikarar meira næs en uppistandarar? Hvaða menningu dýrkar Óli?

68 min2019 JUL 8
Comments
Ólafur Ásgeirsson: Spuni, Alkóhólismi og Íslenska Netflix

Gígja Sara Björnsson: kynlífsvinna, Aziz Ansari og Beyoncé

Gígja Sara Björnsson, hálf-frönsk, femínisti, vegan aktívisti, móðir og vinkona okkar. Við ræddum að þessu sinni kynlífsvinnu og vændi, skvettum smá shade á íslenska femínista og ákváðum hver er cancelled og hver ekki. Kannski þarf að cancela Lóu eftir þáttinn. Stelpurnar fara all in í rönt vikunnar og hlustendur gætu þurft að lækka í hljóðinu þegar hitnar í kolunum.

89 min2019 JUL 15
Comments
Gígja Sara Björnsson: kynlífsvinna, Aziz Ansari og Beyoncé

Sólbjört Vera Ómarsdóttir: Superbad, Stranger Things 3 og unglingagredda

Sólbjört Vera Ómarsdóttir er myndlistarkona, ljóðskáld og skoðanasterk gella. Við ræddum Michael Cera, Stranger Things 3, ódeyjandi ást Lóu á John Snow og bíómyndirnar sem við horfðum á hvern einasta dag sem unglingar og hvernig þær mótuðu okkur - mögulega til hins verra. Rant vikunnar er á sínum stað og Sólbjört er með sjóðheitt take á ákveðna karlkyns listamenn.

74 min2019 JUL 22
Comments
Sólbjört Vera Ómarsdóttir: Superbad, Stranger Things 3 og unglingagredda

Bónusþáttur: A Star is Born

Hjalti Vigfússon, gesturinn í fyrsta þætti af Athyglisbresti á Lokastigi, í áður óbirtum bónusþætti um stórmyndina A Star is Born.

19 min2019 JUL 29
Comments
Bónusþáttur: A Star is Born

Kamilla Einarsdóttir

Klámkynslóðin, Eymdin og lausnin á loftslagsvandanum. Kamilla Einarsdóttir hefur marga fjöruna sopið, hún er einn skemmtilegasti rithöfundurinn í augnablikinu og heldur fylgjendum sínum á Twitter á tánum. Nýjasti Athyglisbresturinn fjallar að þessu sinni um hugðarefni Kamillu, ást hennar á tónleikum, vinnu hennar á strippstað rétt fyrir aldarmótin, það að elska eymdina og lausn hennar á loftslagsvandanum. Svo tölum við að sjálfsögðu um heita gaura og piss.

67 min2019 AUG 5
Comments
Kamilla Einarsdóttir

Ásdís María

Ásdís María er söngdrottning (hún keppti í Söngvakeppni sjónvarpsins áður en það var nett að gera það), lagahöfundur sem býr í Berlín og ógeðslega fyndin gella. Salka og Ásdís kynntust þegar Ásdís kyssti strákinn sem Salka var að deita, óafvitandi. Núna er Ásdís María sjúk í að horfa á geðveika sleika í kvikmyndum og fer yfir nokkra af sínum uppáhalds í þessum glænýja þætti af Athyglisbrestinum. Mwah mwah, kiss kiss.

84 min2019 AUG 12
Comments
Ásdís María

Hugleikur Dagsson

Hugleik Dagsson þarf vart að kynna. Maðurinn er ekki bara teiknimyndasöguhöfundur og grínisti heldur líka hlaðvarpssmiður, sem þýðir að það eru til hundruðir klukkustunda af upptökum af honum að tala. Við veltum fyrir okkur allskonar mikilvægum hlutum eins og hvernig maður vaxar eiginlega punghár, hvort það sé tilefni til að cancella Hugleik og hvort Lóa og Salka séu yfirleitt réttu manneskjurnar í það. Fyrst og fremst er hann eins og frændaímynd okkar í gríni og gefur okkur góð ráð eins og að við verðum að prófa sveppi.

79 min2019 AUG 19
Comments
Hugleikur Dagsson

Rebecca Scott Lord

"Can a man and a woman truly ever be in an instagram story together?" Loksins fengum við þriðju bestu okkar úr grín-tríóinu Fyndnustu mínar í pod-ið, enga aðra en fjöllistakonuna Rebeccu Scott Lord. Við ræðum sýninguna Björn Bragi Djöfulsson, fjölskylduhátíð í álveri, Millionaire Matchmaker, Pokémon og þá uggvænlegu staðreynd að þetta er líklegast illkvitnasti þáttur Lóu hingað til. ATH þátturinn fer mestmegnis fram á engil-saxnesku!

84 min2019 AUG 26
Comments
Rebecca Scott Lord

Latest Episodes

Hjalti Vigfússon: Taylor Swift , Beaches og leikkonur

Hjalti Vigfússon er viðmælandi Lóu og Sölku, hann er með leikkonufíkn, er skoðanasterkur og vill ekki lengur vera kallaður „Hjalti femínisti“. Í fyrsta þætti af Athyglisbresti á lokastigi er tónlistarmyndbandið hennar Taylor Swift, You need to calm down, rætt, greint og gagnrýnt. Er hún „Hinsegin icon“? Tókst Miley Cyrus það sem Taylor Swift tókst ekki? Afhverju elskum við kvikmyndina Beaches (1988) með Bette Midler í aðalhlutverki svona mikið?

68 min2019 JUN 24
Comments
Hjalti Vigfússon: Taylor Swift , Beaches og leikkonur

Kristín Ólafsdóttir: King of Queens, fangirls, Lizzo og ásættanleg hegðun karlmanna

Kristín Ólafsdóttir er annar viðmælandi í Athyglisbrestur á lokastigi. Kristín er blaðamaður á Vísi, býr í Vesturbænum og er með BA-gráðu í íslensku, elskar Britney og skilur ekki hvernig Doug í King of Queens er nógu góður fyrir Carrie. Við skildum ekki hvað Britney var að syngja um í „Oops I did it again“ sem var MÓMENTIÐ SEM BREYTTI ÖLLU fyrir stínu. Og LIZZO, við tölum um LIZZO.

76 min2019 JUL 1
Comments
Kristín Ólafsdóttir: King of Queens, fangirls, Lizzo og ásættanleg hegðun karlmanna

Ólafur Ásgeirsson: Spuni, Alkóhólismi og Íslenska Netflix

Ólafur Ásgeirsson vinsæll og skemmtilegur gaur. Hann er leikari, spunaleikari OG spunakennari. Hann er með yfirvaraskegg og gleraugu og var að koma heim frá Berlín þar sem hann var á spunafestivalinu Das Improv Festival. Eru spunaleikarar meira næs en uppistandarar? Hvaða menningu dýrkar Óli?

68 min2019 JUL 8
Comments
Ólafur Ásgeirsson: Spuni, Alkóhólismi og Íslenska Netflix

Gígja Sara Björnsson: kynlífsvinna, Aziz Ansari og Beyoncé

Gígja Sara Björnsson, hálf-frönsk, femínisti, vegan aktívisti, móðir og vinkona okkar. Við ræddum að þessu sinni kynlífsvinnu og vændi, skvettum smá shade á íslenska femínista og ákváðum hver er cancelled og hver ekki. Kannski þarf að cancela Lóu eftir þáttinn. Stelpurnar fara all in í rönt vikunnar og hlustendur gætu þurft að lækka í hljóðinu þegar hitnar í kolunum.

89 min2019 JUL 15
Comments
Gígja Sara Björnsson: kynlífsvinna, Aziz Ansari og Beyoncé

Sólbjört Vera Ómarsdóttir: Superbad, Stranger Things 3 og unglingagredda

Sólbjört Vera Ómarsdóttir er myndlistarkona, ljóðskáld og skoðanasterk gella. Við ræddum Michael Cera, Stranger Things 3, ódeyjandi ást Lóu á John Snow og bíómyndirnar sem við horfðum á hvern einasta dag sem unglingar og hvernig þær mótuðu okkur - mögulega til hins verra. Rant vikunnar er á sínum stað og Sólbjört er með sjóðheitt take á ákveðna karlkyns listamenn.

74 min2019 JUL 22
Comments
Sólbjört Vera Ómarsdóttir: Superbad, Stranger Things 3 og unglingagredda

Bónusþáttur: A Star is Born

Hjalti Vigfússon, gesturinn í fyrsta þætti af Athyglisbresti á Lokastigi, í áður óbirtum bónusþætti um stórmyndina A Star is Born.

19 min2019 JUL 29
Comments
Bónusþáttur: A Star is Born

Kamilla Einarsdóttir

Klámkynslóðin, Eymdin og lausnin á loftslagsvandanum. Kamilla Einarsdóttir hefur marga fjöruna sopið, hún er einn skemmtilegasti rithöfundurinn í augnablikinu og heldur fylgjendum sínum á Twitter á tánum. Nýjasti Athyglisbresturinn fjallar að þessu sinni um hugðarefni Kamillu, ást hennar á tónleikum, vinnu hennar á strippstað rétt fyrir aldarmótin, það að elska eymdina og lausn hennar á loftslagsvandanum. Svo tölum við að sjálfsögðu um heita gaura og piss.

67 min2019 AUG 5
Comments
Kamilla Einarsdóttir

Ásdís María

Ásdís María er söngdrottning (hún keppti í Söngvakeppni sjónvarpsins áður en það var nett að gera það), lagahöfundur sem býr í Berlín og ógeðslega fyndin gella. Salka og Ásdís kynntust þegar Ásdís kyssti strákinn sem Salka var að deita, óafvitandi. Núna er Ásdís María sjúk í að horfa á geðveika sleika í kvikmyndum og fer yfir nokkra af sínum uppáhalds í þessum glænýja þætti af Athyglisbrestinum. Mwah mwah, kiss kiss.

84 min2019 AUG 12
Comments
Ásdís María

Hugleikur Dagsson

Hugleik Dagsson þarf vart að kynna. Maðurinn er ekki bara teiknimyndasöguhöfundur og grínisti heldur líka hlaðvarpssmiður, sem þýðir að það eru til hundruðir klukkustunda af upptökum af honum að tala. Við veltum fyrir okkur allskonar mikilvægum hlutum eins og hvernig maður vaxar eiginlega punghár, hvort það sé tilefni til að cancella Hugleik og hvort Lóa og Salka séu yfirleitt réttu manneskjurnar í það. Fyrst og fremst er hann eins og frændaímynd okkar í gríni og gefur okkur góð ráð eins og að við verðum að prófa sveppi.

79 min2019 AUG 19
Comments
Hugleikur Dagsson

Rebecca Scott Lord

"Can a man and a woman truly ever be in an instagram story together?" Loksins fengum við þriðju bestu okkar úr grín-tríóinu Fyndnustu mínar í pod-ið, enga aðra en fjöllistakonuna Rebeccu Scott Lord. Við ræðum sýninguna Björn Bragi Djöfulsson, fjölskylduhátíð í álveri, Millionaire Matchmaker, Pokémon og þá uggvænlegu staðreynd að þetta er líklegast illkvitnasti þáttur Lóu hingað til. ATH þátturinn fer mestmegnis fram á engil-saxnesku!

84 min2019 AUG 26
Comments
Rebecca Scott Lord
success toast
Welcome to Himalaya LearningDozens of podcourses featuring over 100 experts are waiting for you.