title

Mannlegi þátturinn

RÚV

0
Followers
1
Plays
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

RÚV

0
Followers
1
Plays
OVERVIEWEPISODESYOU MAY ALSO LIKE

Details

About Us

Um litróf mannlífsins. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Latest Episodes

Þarmaflóran, Hörmungardagar og Hildur fann heilsuna

Námskeiðið „Konur á besta aldri - fæða og flóra skipta máli“ verður haldið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands á fimmtudaginn. Á námskeiðinu er fjallað um fæðu og þarmaflóru í tengslum við breytingaskeið kvenna. Fæðuval hefur áhrif á örveruflóru meltingarfæranna. Farið er yfir hvernig röskun á þessari mikilvægu flóru getur stuðlað að hitakófum og svitaköstum og haft áhrif á svefn og andlega líðan. Við fengum Birnu G. Ásbjörnsdóttur, MSc í næringarlæknisfræði til að koma í þáttinn og segja okkur meira frá þessu. Fyrir nokkrum árum kom upp hugmynd á Hólmavík að halda hátíð sem bæri nafnið Hörmungardagar til mótvægis við sumarhátíðina sem heitir Hamingjudagar. Hörmungardagarnir verða um næstu helgi og Kristín Einarsdóttir fékk Jón Jónsson þjóðfræðing og aðalhvatamann hátíðarinnar til að segja sér frá. Hildur Jónsdóttir heilsuráðgjafi, stofnandi og ritstjóri Heilsubankans, þjáðist af fjölda sjálfsónæmissjúkdóma og öðrum krónískum kvillum, sem bæði voru meðfæddir og áunnir. Hún var meðal annars með alvarlega vefjagigt, mjög slæmt mígreni, stoðkerfisverki, gífurlegt orkuleysi, slitgigt, liðagigt margt fleira sem hægt væri að telja upp.Þær raddir sem mættu henni í heilbrigðiskerfinu sögðu henni að hún yrði að sætta sig við stöðu sína og finna leiðir til að lifa með vandanum. Hildur átti erfitt með að kyngja þessum skilaboðum og vildi ekki gefast upp. Hún sagði okkur frá leiðinni sem færði henni bata í þættinum í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

-1 s1 d ago
Comments
Þarmaflóran, Hörmungardagar og Hildur fann heilsuna

Geðsjúkir á 19. öld, að lifa að eilífu og Íris Tanja lesandi vikunnar

Í dag ætlar Sigurgeir Guðjónsson sagnfræðingur að fjalla í Borgarbókasafninu í Spönginni að fjalla um frásagnir af geðveiku fólki í Reykjavík á árum áður og aðbúnað geðveiks fólks í Reykjavík frá miðri nítjándu öld og fram á þá tuttugustu. Hann reifar málið almennt, segir frá völdum einstaklingum og talar um umbótahugmyndir einstakra lækna í málefnum geðveiks fólks. Sigurgeir kom í þáttinn í dag. Þorsteinn Guðmundsson kom til okkar með liðinn Breyskleikar Þorsteins Guðmundssonar. Þar hefur hann leitast við að svara stórum spurningum sem snúa að því að mannlegu eðli og í dag velti hann fyrir sér aldri og hversu gömul við getum orðið. Tækninni fleygir fram og heilbrigðisvísindum líka. Getur verið að við getum bráðum lifað að eilífu? Hlustendur geta sent spurningar, hugleiðingar eða ábendingar til Þorsteins á thorsteinn.gudmundsson@ruv.is. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Íris Tanja Flygenring ...

-1 s2 d ago
Comments
Geðsjúkir á 19. öld, að lifa að eilífu og Íris Tanja lesandi vikunnar

Sigríður Thorlacius föstudagsgestur og keyptu inn fyrir 40 daga

Föstudagsgesturinn í þetta sinn var söngkonan Sigríður Thorlacius. Hún hefur sungið sig inn í hjört landsmanna, bæði bara sem hún sjálf og svo með hljómsveit sinni Hjaltalín, með Sigurði Guðmundssyni, hljómsveitinni GÓSS og fleirum. Það var gaman að spjalla við hana um lífið og tilveruna í þættinum í dag. Svo er það matarspjallið. Í dag heyrðum við í Huldu Hrönn Ingadóttur á Akureyri. Hún og maðurinn hennar Pétur Guðjónsson gerðu matarinnkaup fyrir 37 dögum og ákváðu að kaupa ekki meira í matinn fyrr en eftir 40 daga. Þau hafa sem sagt bara borðað það sem þau keyptu þá og svo t.d. úr frystinum. Það var áhugavert að heyra um þetta verkefni hjá þeim, hvernig hefur gengið, af hverju þau tóku þessa ákvörðun og hver staðan er núna undir lok tímabilsins. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR

-1 s5 d ago
Comments
Sigríður Thorlacius föstudagsgestur og keyptu inn fyrir 40 daga

Betri Bústaðir, garðyrkja og Studio Gerðar

Heilbrigði barna og unglinga í Bústaðahverfi er meginþema verkefnisins Betri Bústaðir. Formenn foreldrafélaga grunnskóla Bústaðahverfis halda fund um forvarnir í hverfinu í kvöld undir yfirskriftinni, Hvaðan fær þitt barn orkuna sína? Fjallað verður um svefn ungmenna, neyslu gos- og orkudrykkja og rafrettureykingar. Þessir þættir eru teknir fyrir í þessu forvarnarverkefni sem kallast Betri Bústaðir þar sem megináherslu er lögð á góðan nætursvefn barna og unglinga. Við fengum þau Dr. Ernu Sif Arnardóttur, svefnsérfræðing og Harald Sigurðsson, framkvæmdastjóra Krinlgumýrar, Frístundamiðstöðvar í hverfinu, í þáttinn til að fræða okkur um þetta verkefni. Steinn Kárason garðyrkjufræðingur kom í þáttinn í dag, en nú er tíminn til að huga að ýmsu sem kemur að garðrækt. En hann mun halda nokkra fyrirlestra og námskeið á næstunni, til dæmis námskeiðið „Sáning og ræktun krydd- og matjurta“ og„Orsakir og afle...

-1 s6 d ago
Comments
Betri Bústaðir, garðyrkja og Studio Gerðar

Félagsráðgjafaþing, mjaðmir ljúga ekki og póstkort frá Spáni

Félagsráðgjafaþing Félagsráðgjafafélags íslands verður heldið á föstudaginn þar sem rædd verða fjölmörg áhugaverð málefni undir kjörorðinu Skiljum engan eftir: Virðing - Virkni - Velferð. Við fengum þau Steinunni Bergmann, formann félagsráðgjafafélagsins og Halldór S. Guðmundsson félagsráðgjafa, sem verður með erindið Lyklar vellíðunar - matsaðferðir og sveigjanleg þjónusta á þinginu. Þau sögðu okkur frekar frá því sem þarna fer fram. Þórdís Nadia Semichat er dansari, uppistandari og handritshöfundur dvaldist við nám og störf í New York í tvö ár, þar sem hún sótti ótal mismunandi danstíma í frítma sínum, þar sem hún lærði m.a. að kynnast mjöðmunum á sér á alveg nýjan hátt. Hún er nýlega flutt aftur til Íslands með nýtt og ferskt dansnámskeið í farteskinu, sem hún kallar Hips Don?t Lie, eða Mjaðmirnar ljúga ekki. Við fengum Þórdísi Nadiu til okkar í dag. Við fengum póstkort frá Ma...

-1 s1 w ago
Comments
Félagsráðgjafaþing, mjaðmir ljúga ekki og póstkort frá Spáni

Er ég mamma mín? Hlvaðvarpið Vaknaðu og Jón Hörður Elíasson

Foreldrahlutverkið hefur breyst talsvert á síðustu hálfu öld, eða frá þeim tíma að faðirinn vann fyrir fjölskyldunni, móðirin sá um heimilið og börnin, hafði kvöldmatinn tilbúinn á háréttum tíma, milli þess að sjá um þvottinn og þrif. Sýningin Er ég mamma mín? í Borgarleikhúsinu skoðar þessa þróun sem varð á heimilum okkar og breytingarnar sem kollvörpuðu „hefðbundnu“ fjölskyldulífi. María Reyndal, leikstjóri og höfundur sýningarinnar kom í þáttinn og fór með okkur yfir þessar áhugaverðu breytingar sem snerta okkur öll. Nýverið hóf göngu sína hlaðvarpið Vaknaðu á fjölmiðlinum N4 þar sem fjallað verður um kynjajafnrétti og femínisma. Það eru þær Ásthildur Ómarsdóttir og Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir sem sjá um hlaðvarpið. Þær komu til okkar í hljóðverið á Akureyri. Nú eru mörg ár liðin frá síðustu landhelgisdeilu okkar Íslendinga og einu stríðin okkar við Breta fara fram á...

-1 s1 w ago
Comments
Er ég mamma mín? Hlvaðvarpið Vaknaðu og Jón Hörður Elíasson

Velferðartækni, breyskleikar Þorsteins og Ragnar Helgi lesandi vikunna

Landssamband eldri borgara hefur gefið út bækling um velferðartækni sem kallast Velferðartækni - gagnast hún mér? Bæklingurinn er fyrst og fremst ætlaður eldra fólki og til upplýsingar um hvað velferðartækni er og hvernig fólk getur nýtt sér hana til að gera sér lífið auðveldara og þægilegra. Við fengum Guðrúnu Ágústsdóttur, verkefnastjóra bæklingsins til þess að koma í þáttinn og segja okkur frá velferðartækninni. Þorsteinn Guðmundsson, leikari, grínari, meistaranemi í klínískri sálfræði og skólastjóri Bataskólans, kom í þáttinn og ræddi breyskleika sína og manneskjunnar og veltir upp stórum spurningum sem snúa að mannlegu eðli og því að vera manneskja. Í dag velti hann fyrir sér undirmeðvitundinni, eða dulvitundinni og fleiru. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ragnar Helgi Ólafsson, rithöfundur og myndlistarmaður. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið a...

-1 s1 w ago
Comments
Velferðartækni, breyskleikar Þorsteins og Ragnar Helgi lesandi vikunna

Magga Stína föstudagsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Margrét Kristín Blöndal, eða Magga Stína. Hún er kannski fyrst og fremst þekkt sem söngkona, bæði með Risaeðlunni og svo hún sjálf. Við rifjuðum upp ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag, en næst á dagskrá hjá henni verða tónleikar í Eldborg þar sem hún mun syngja lög Megasar með valinkunnum tónlistarmönnum og þremur kórum. Magga Stína sat svo áfram í matarspjalli dagsins og sagði frá hafragraut og stórlúðu með sítrónu. UMSJÓN GUNNAR HANSSON

-1 s1 w ago
Comments
Magga Stína föstudagsgestur

Staða erlendra kvenna, íslenskt táknmál og gleraugnagjafir

Í dag er alþjóðlegi útvarpsdagurinn. Evrópusamtök útvarpsstöðva taka höndum saman við Unesco einn dag á ári og skerpa á nokkrum atriðum sem efla útvarpsupplifunina fyrir alla sem að henni koma. Í ár er það fjölbreytileikinn sem verður hafður í hávegum. Mannlegi þátturinn ætlar ekki að láta sitt eftir liggja og ætla að skoða stöðu erlendra kvenna á Íslandi. Hvað er verið að gera í þeirra málum? Hvað þarf að gera? Hvað hefur áunnist sl ár, hvernig gengur að ná til þessa hóps og hversu stór er hann? Hvernig vinnu stunda þær, hvernig stuðning fá þær og hvað getum við gert betur sem samfelag? Joanna Marcinkowska, sérfæðingur í málefnum innflytjenda hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar og Sabine Leskopf, borgarfulltrúi og formaður Fjölmenningarráðs komu í þáttinn og veittu okkur innsýn inn í þessi mál. Dagur íslenska táknmálsins var þriðjudaginn 11. febrúar. Þann dag voru fr...

-1 s1 w ago
Comments
Staða erlendra kvenna, íslenskt táknmál og gleraugnagjafir

Hver ber ábyrgð á kulnun, sveifludans og sjóböð

Öryggismál og forvarnir Forvarnaráðstefna VÍS verður haldin í dag milli kl. 13 og 16, á Hilton Reykjavík Nordica. Ráðstefnan, sem var fyrst haldin árið 2010, hefur skapað sér sess sem fjölsóttasti viðburður sinnar tegundar á Íslandi. Þar er kastljósinu beint að öryggismálum sem og forvörnum fyrirtækja og stofnana. Vel valdir sérfræðingar og stjórnendur á þessu sviði deila reynslu sinni með ráðstefnugestum. Elfa Þöll Grétarsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun hjá Landspítala, ræðir um hver beri ábyrgð á kulnun og hún kom í þáttinn í dag og sagði frá. Alþjóðlega sveifluhátíðin Lindy on Ice fer fram um helgina, en Sveiflustöðin stendur fyrir henni, auk þess að standa fyrir grunn og framhaldsnámskeiðum í sveifludansi, eða lindy hop. Það er erfitt að sitja kyrr þegar maður horfir á fólk dansa þennan gleðidans, en lindy hop er afró-amerískur dans sem þróaðist í Harlem í New York-borg upp úr 1927. Hann v...

-1 s2 w ago
Comments
Hver ber ábyrgð á kulnun, sveifludans og sjóböð

Latest Episodes

Þarmaflóran, Hörmungardagar og Hildur fann heilsuna

Námskeiðið „Konur á besta aldri - fæða og flóra skipta máli“ verður haldið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands á fimmtudaginn. Á námskeiðinu er fjallað um fæðu og þarmaflóru í tengslum við breytingaskeið kvenna. Fæðuval hefur áhrif á örveruflóru meltingarfæranna. Farið er yfir hvernig röskun á þessari mikilvægu flóru getur stuðlað að hitakófum og svitaköstum og haft áhrif á svefn og andlega líðan. Við fengum Birnu G. Ásbjörnsdóttur, MSc í næringarlæknisfræði til að koma í þáttinn og segja okkur meira frá þessu. Fyrir nokkrum árum kom upp hugmynd á Hólmavík að halda hátíð sem bæri nafnið Hörmungardagar til mótvægis við sumarhátíðina sem heitir Hamingjudagar. Hörmungardagarnir verða um næstu helgi og Kristín Einarsdóttir fékk Jón Jónsson þjóðfræðing og aðalhvatamann hátíðarinnar til að segja sér frá. Hildur Jónsdóttir heilsuráðgjafi, stofnandi og ritstjóri Heilsubankans, þjáðist af fjölda sjálfsónæmissjúkdóma og öðrum krónískum kvillum, sem bæði voru meðfæddir og áunnir. Hún var meðal annars með alvarlega vefjagigt, mjög slæmt mígreni, stoðkerfisverki, gífurlegt orkuleysi, slitgigt, liðagigt margt fleira sem hægt væri að telja upp.Þær raddir sem mættu henni í heilbrigðiskerfinu sögðu henni að hún yrði að sætta sig við stöðu sína og finna leiðir til að lifa með vandanum. Hildur átti erfitt með að kyngja þessum skilaboðum og vildi ekki gefast upp. Hún sagði okkur frá leiðinni sem færði henni bata í þættinum í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

-1 s1 d ago
Comments
Þarmaflóran, Hörmungardagar og Hildur fann heilsuna

Geðsjúkir á 19. öld, að lifa að eilífu og Íris Tanja lesandi vikunnar

Í dag ætlar Sigurgeir Guðjónsson sagnfræðingur að fjalla í Borgarbókasafninu í Spönginni að fjalla um frásagnir af geðveiku fólki í Reykjavík á árum áður og aðbúnað geðveiks fólks í Reykjavík frá miðri nítjándu öld og fram á þá tuttugustu. Hann reifar málið almennt, segir frá völdum einstaklingum og talar um umbótahugmyndir einstakra lækna í málefnum geðveiks fólks. Sigurgeir kom í þáttinn í dag. Þorsteinn Guðmundsson kom til okkar með liðinn Breyskleikar Þorsteins Guðmundssonar. Þar hefur hann leitast við að svara stórum spurningum sem snúa að því að mannlegu eðli og í dag velti hann fyrir sér aldri og hversu gömul við getum orðið. Tækninni fleygir fram og heilbrigðisvísindum líka. Getur verið að við getum bráðum lifað að eilífu? Hlustendur geta sent spurningar, hugleiðingar eða ábendingar til Þorsteins á thorsteinn.gudmundsson@ruv.is. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Íris Tanja Flygenring ...

-1 s2 d ago
Comments
Geðsjúkir á 19. öld, að lifa að eilífu og Íris Tanja lesandi vikunnar

Sigríður Thorlacius föstudagsgestur og keyptu inn fyrir 40 daga

Föstudagsgesturinn í þetta sinn var söngkonan Sigríður Thorlacius. Hún hefur sungið sig inn í hjört landsmanna, bæði bara sem hún sjálf og svo með hljómsveit sinni Hjaltalín, með Sigurði Guðmundssyni, hljómsveitinni GÓSS og fleirum. Það var gaman að spjalla við hana um lífið og tilveruna í þættinum í dag. Svo er það matarspjallið. Í dag heyrðum við í Huldu Hrönn Ingadóttur á Akureyri. Hún og maðurinn hennar Pétur Guðjónsson gerðu matarinnkaup fyrir 37 dögum og ákváðu að kaupa ekki meira í matinn fyrr en eftir 40 daga. Þau hafa sem sagt bara borðað það sem þau keyptu þá og svo t.d. úr frystinum. Það var áhugavert að heyra um þetta verkefni hjá þeim, hvernig hefur gengið, af hverju þau tóku þessa ákvörðun og hver staðan er núna undir lok tímabilsins. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR

-1 s5 d ago
Comments
Sigríður Thorlacius föstudagsgestur og keyptu inn fyrir 40 daga

Betri Bústaðir, garðyrkja og Studio Gerðar

Heilbrigði barna og unglinga í Bústaðahverfi er meginþema verkefnisins Betri Bústaðir. Formenn foreldrafélaga grunnskóla Bústaðahverfis halda fund um forvarnir í hverfinu í kvöld undir yfirskriftinni, Hvaðan fær þitt barn orkuna sína? Fjallað verður um svefn ungmenna, neyslu gos- og orkudrykkja og rafrettureykingar. Þessir þættir eru teknir fyrir í þessu forvarnarverkefni sem kallast Betri Bústaðir þar sem megináherslu er lögð á góðan nætursvefn barna og unglinga. Við fengum þau Dr. Ernu Sif Arnardóttur, svefnsérfræðing og Harald Sigurðsson, framkvæmdastjóra Krinlgumýrar, Frístundamiðstöðvar í hverfinu, í þáttinn til að fræða okkur um þetta verkefni. Steinn Kárason garðyrkjufræðingur kom í þáttinn í dag, en nú er tíminn til að huga að ýmsu sem kemur að garðrækt. En hann mun halda nokkra fyrirlestra og námskeið á næstunni, til dæmis námskeiðið „Sáning og ræktun krydd- og matjurta“ og„Orsakir og afle...

-1 s6 d ago
Comments
Betri Bústaðir, garðyrkja og Studio Gerðar

Félagsráðgjafaþing, mjaðmir ljúga ekki og póstkort frá Spáni

Félagsráðgjafaþing Félagsráðgjafafélags íslands verður heldið á föstudaginn þar sem rædd verða fjölmörg áhugaverð málefni undir kjörorðinu Skiljum engan eftir: Virðing - Virkni - Velferð. Við fengum þau Steinunni Bergmann, formann félagsráðgjafafélagsins og Halldór S. Guðmundsson félagsráðgjafa, sem verður með erindið Lyklar vellíðunar - matsaðferðir og sveigjanleg þjónusta á þinginu. Þau sögðu okkur frekar frá því sem þarna fer fram. Þórdís Nadia Semichat er dansari, uppistandari og handritshöfundur dvaldist við nám og störf í New York í tvö ár, þar sem hún sótti ótal mismunandi danstíma í frítma sínum, þar sem hún lærði m.a. að kynnast mjöðmunum á sér á alveg nýjan hátt. Hún er nýlega flutt aftur til Íslands með nýtt og ferskt dansnámskeið í farteskinu, sem hún kallar Hips Don?t Lie, eða Mjaðmirnar ljúga ekki. Við fengum Þórdísi Nadiu til okkar í dag. Við fengum póstkort frá Ma...

-1 s1 w ago
Comments
Félagsráðgjafaþing, mjaðmir ljúga ekki og póstkort frá Spáni

Er ég mamma mín? Hlvaðvarpið Vaknaðu og Jón Hörður Elíasson

Foreldrahlutverkið hefur breyst talsvert á síðustu hálfu öld, eða frá þeim tíma að faðirinn vann fyrir fjölskyldunni, móðirin sá um heimilið og börnin, hafði kvöldmatinn tilbúinn á háréttum tíma, milli þess að sjá um þvottinn og þrif. Sýningin Er ég mamma mín? í Borgarleikhúsinu skoðar þessa þróun sem varð á heimilum okkar og breytingarnar sem kollvörpuðu „hefðbundnu“ fjölskyldulífi. María Reyndal, leikstjóri og höfundur sýningarinnar kom í þáttinn og fór með okkur yfir þessar áhugaverðu breytingar sem snerta okkur öll. Nýverið hóf göngu sína hlaðvarpið Vaknaðu á fjölmiðlinum N4 þar sem fjallað verður um kynjajafnrétti og femínisma. Það eru þær Ásthildur Ómarsdóttir og Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir sem sjá um hlaðvarpið. Þær komu til okkar í hljóðverið á Akureyri. Nú eru mörg ár liðin frá síðustu landhelgisdeilu okkar Íslendinga og einu stríðin okkar við Breta fara fram á...

-1 s1 w ago
Comments
Er ég mamma mín? Hlvaðvarpið Vaknaðu og Jón Hörður Elíasson

Velferðartækni, breyskleikar Þorsteins og Ragnar Helgi lesandi vikunna

Landssamband eldri borgara hefur gefið út bækling um velferðartækni sem kallast Velferðartækni - gagnast hún mér? Bæklingurinn er fyrst og fremst ætlaður eldra fólki og til upplýsingar um hvað velferðartækni er og hvernig fólk getur nýtt sér hana til að gera sér lífið auðveldara og þægilegra. Við fengum Guðrúnu Ágústsdóttur, verkefnastjóra bæklingsins til þess að koma í þáttinn og segja okkur frá velferðartækninni. Þorsteinn Guðmundsson, leikari, grínari, meistaranemi í klínískri sálfræði og skólastjóri Bataskólans, kom í þáttinn og ræddi breyskleika sína og manneskjunnar og veltir upp stórum spurningum sem snúa að mannlegu eðli og því að vera manneskja. Í dag velti hann fyrir sér undirmeðvitundinni, eða dulvitundinni og fleiru. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ragnar Helgi Ólafsson, rithöfundur og myndlistarmaður. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið a...

-1 s1 w ago
Comments
Velferðartækni, breyskleikar Þorsteins og Ragnar Helgi lesandi vikunna

Magga Stína föstudagsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Margrét Kristín Blöndal, eða Magga Stína. Hún er kannski fyrst og fremst þekkt sem söngkona, bæði með Risaeðlunni og svo hún sjálf. Við rifjuðum upp ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag, en næst á dagskrá hjá henni verða tónleikar í Eldborg þar sem hún mun syngja lög Megasar með valinkunnum tónlistarmönnum og þremur kórum. Magga Stína sat svo áfram í matarspjalli dagsins og sagði frá hafragraut og stórlúðu með sítrónu. UMSJÓN GUNNAR HANSSON

-1 s1 w ago
Comments
Magga Stína föstudagsgestur

Staða erlendra kvenna, íslenskt táknmál og gleraugnagjafir

Í dag er alþjóðlegi útvarpsdagurinn. Evrópusamtök útvarpsstöðva taka höndum saman við Unesco einn dag á ári og skerpa á nokkrum atriðum sem efla útvarpsupplifunina fyrir alla sem að henni koma. Í ár er það fjölbreytileikinn sem verður hafður í hávegum. Mannlegi þátturinn ætlar ekki að láta sitt eftir liggja og ætla að skoða stöðu erlendra kvenna á Íslandi. Hvað er verið að gera í þeirra málum? Hvað þarf að gera? Hvað hefur áunnist sl ár, hvernig gengur að ná til þessa hóps og hversu stór er hann? Hvernig vinnu stunda þær, hvernig stuðning fá þær og hvað getum við gert betur sem samfelag? Joanna Marcinkowska, sérfæðingur í málefnum innflytjenda hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar og Sabine Leskopf, borgarfulltrúi og formaður Fjölmenningarráðs komu í þáttinn og veittu okkur innsýn inn í þessi mál. Dagur íslenska táknmálsins var þriðjudaginn 11. febrúar. Þann dag voru fr...

-1 s1 w ago
Comments
Staða erlendra kvenna, íslenskt táknmál og gleraugnagjafir

Hver ber ábyrgð á kulnun, sveifludans og sjóböð

Öryggismál og forvarnir Forvarnaráðstefna VÍS verður haldin í dag milli kl. 13 og 16, á Hilton Reykjavík Nordica. Ráðstefnan, sem var fyrst haldin árið 2010, hefur skapað sér sess sem fjölsóttasti viðburður sinnar tegundar á Íslandi. Þar er kastljósinu beint að öryggismálum sem og forvörnum fyrirtækja og stofnana. Vel valdir sérfræðingar og stjórnendur á þessu sviði deila reynslu sinni með ráðstefnugestum. Elfa Þöll Grétarsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun hjá Landspítala, ræðir um hver beri ábyrgð á kulnun og hún kom í þáttinn í dag og sagði frá. Alþjóðlega sveifluhátíðin Lindy on Ice fer fram um helgina, en Sveiflustöðin stendur fyrir henni, auk þess að standa fyrir grunn og framhaldsnámskeiðum í sveifludansi, eða lindy hop. Það er erfitt að sitja kyrr þegar maður horfir á fólk dansa þennan gleðidans, en lindy hop er afró-amerískur dans sem þróaðist í Harlem í New York-borg upp úr 1927. Hann v...

-1 s2 w ago
Comments
Hver ber ábyrgð á kulnun, sveifludans og sjóböð
hmly
himalayaプレミアムへようこそ聴き放題のオーディオブックをお楽しみください。