Himalaya: Listen. Learn. Grow.

4.8K Ratings
Open In App
title

Mannlegi þátturinn

RÚV

0
Followers
1
Plays
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

RÚV

0
Followers
1
Plays
OVERVIEWEPISODESYOU MAY ALSO LIKE

Details

About Us

Um litróf mannlífsins. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Latest Episodes

Guðmundur Ingi föstudagsgestur og kleinuspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn er leikari, tónlistarmaður og leikstjóri, Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Hann hefur unnið að leiklist bæði hér heima og erlendis, hann rak Tjarnarbíó, hann hefur verið í nokkrum hljómsveitum og samið helling af tónlist, sem sagt komið víða við á milli þess sem hann fer heim í sveitina í Borgarfirði og nýtur þess að vera sveitastrákur. Hann sagði okkur frá uppvexti sínum og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag, meðal annars að hann var að ljúka við að leika í einum vinsælasta tölvuleik í heimi, en kynningarstikla fyrir leikinn fékk yfir 100 milljón áhorf á fyrsta sólarhringnum. Í matarspjalli dagsins talaði Sigurlaug Margrét um kleinur og ástarpunga og hún hringdi í Ingunni Þráinsdóttur á Egilsstöðum, sem hefur í nokkur ár safnað kleinuupskriftum með það í huga að gefa þær út í bók. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

--4 d ago
Comments
Guðmundur Ingi föstudagsgestur og kleinuspjall

Sérfræðingurinn Dr. Janus Guðlaugsson - Heilsuefling

Sérfræðingurinn okkar þessa vikuna var Dr. Janus Guðlaugsson sem stofnaði Janus-heilsuefling ráðgjafa- og þjónustufyrirtæki sem vinnur að bættri heilsu og betri lífsgæðum eldri borgara. Fyrirtækið var stofnað árið 2016 til að nýta niðurstöður doktorsrannsóknar Dr. Janusar Guðlaugssonar, Fjölþætt heilsurækt: Leið að farsælli öldrun. Janus fór yfir þessi mál í þættinum og svaraði spurningum hlustenda til dæmis um það að efla hreyfifærni og bæta styrk og þol. Og hvað er best að gera til að geta tekist á við athafnir daglegs lífs í framtíðinni og geta búið lengur í sjálfstæðri búsetu og notið lífsins? UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

--5 d ago
Comments
Sérfræðingurinn Dr. Janus Guðlaugsson - Heilsuefling

Börn og lífsgildin, handleiðslubók og póstkort frá Spáni

Siðfræðingarnir Elsa Björg Magnúsdóttir og Gunnar Hersveinn hafa undanfarið verið að hugsa um aðferðir til að tala við börn um lífsgildin. Þau hafa bæði komið að viðburðum heimspekikaffis og staðið fyrir viðburðum til að efla gagnrýna hugsun. Þau segja: „Stóra verkefnið framundan felst ekki síður í samræðu okkar á milli um megingildin og líðan á umbrotatímum. Þau sem æfa sig í gagnrýnni og skapandi hugsun læra einnig að vega og meta sambandið milli lífsgilda og farsældar í lífinu.“ Við ræddum við þau Gunnar og Elsu í þættinum í dag. Bókin Handleiðsla - til eflingar í starfi er komin út hjá Háskólaútgáfunni. Í bókinni fjalla sautján sérfræðingar úr ólíkum faghópum um handleiðslu innan velferðarþjónustu og vinnumarkaðar. Sagt er frá hugmynda- og þekkingargrunni handleiðslufræða og hlutverki handleiðara. Við heyrðum í Sigrúnu Júlíusdóttur, fyrrverandi prófessor hjá Háskóla Íslands og ritstjóra bókarinnar, í dag. Í póstkortinu frá Magnúsi R. Einarssyni frá Spáni í dag var sagt frá síbreytilegum reglum varðandi farsóttina á Spáni sem og þeim áföllum sem veitingamenn hafa orðið fyrir á þessu ári, en þeir eru að reyna snúa aðstæðum sér í hag með því að reyna að flýta kvöldmatstíma Spánverja. Það var líka sagt frá listanum sem fjármálaráðuneyti Spánar birtir á hverju ári yfir þá sem skulda mesta skatta. Þar trónir efstur einn frægasti fótboltamaður heims. Undir lokin var svo upplífgandi saga af fórnfúsum langhlaupara. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

--6 d ago
Comments
Börn og lífsgildin, handleiðslubók og póstkort frá Spáni

Lykkjustund, Þórður á Laugarholti og Maríanna lesandi vikunnar

Lykkjustund.is er vefsíða sem Nanna Einarsdóttir rafmagnsverkfræðingur hefur sett upp en hún hefur unnið í hugbúnaðarþróun síðastliðin sjö ár, og prjónað jafnlengi. Lykkjustund sameinar þessar tvær ástríður, segir hún en hún setti vefsíðuna í loftið á meðan samkomubanninu stóð í vor. Um er að ræða reiknivél sem hún forritaði til að aðstoða prjónafólk með algenga útreikninga tengda prjónaskapnum. Við hringdum í Nönnu í þættinum og fræddumst um prjón og t.d. prjónfestu. Þórður Halldórsson býr á bænum Laugarholti í Skjaldfannardal við Ísafjarðardjúp. Hann hefur á hverju sumri síðan 1990 og þar til í sumar farið með hópa fólks í hestaferðir yfir Drangajökul og í Reykjarfjörð nyrðri. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Þórð heima hjá honum og hestunum hans og bað hann að segja frá þessum mögnuðu ferðum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var leikkonan Maríanna Clara Lúthersd...

--1 w ago
Comments
Lykkjustund, Þórður á Laugarholti og Maríanna lesandi vikunnar

Námsglugginn á Bifröst og rauðkýttisostar

Við hófum þáttinn í dag á því að senda út frá upphafi fundi Almannavarna, eins og tvisvar í síðustu viku, því var Mannlegi þátturinn ögn styttri í dag. Háskólinn á Bifröst gefur fólki kost á því að hefja nám í svonefndum Námsglugga á seinni hluta haustannar. Þetta eru viðbrögð skólans við atvinnuástandinu sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórnendur skólans líta svo á að greiður aðgangur að háskólanámi geti skipt sköpum fyrir fólk sem misst hefur vinnu. Þátttaka í námskeiði verður þannig eins og nokkurs konar gluggi þar sem fólki er gert kleift að hefja háskólanám með stuttum fyrirvara á miðri önn. Við ræddum í dag við Guðjón Ragnar Jónasson sem er forstöðumaður Háskólagáttar og Símenntunar við Háskólann á Bifröst. Í dag var 5.þáttur í smáþáttaröðinni Heimur ostanna. Þar sem þau Svavar Halldórsson og Eirný Sigurðardóttir, ostasérfræðingur, leiða hlustendur um...

--1 w ago
Comments
Námsglugginn á Bifröst og rauðkýttisostar

Katrín föstudagsgestur og ferðalög til annarra landa heima

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra og nú framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hlaut í vikunni spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir bókina Sykur. Bókin er fyrsta skáldsaga Katrínar, en verðlaunin eru einmitt ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Katrín var föstudagsgesturinn okkar í dag. Við veltum upp nokkrum hugmyndum að skemmtilegu fjölskyldukvöldi í matarspjalli dagsins, svona fyrir helgina. Guðrún, Gunnar og Sigurlaug komu með hugmynd sem er kannski stolin og ekkert sérlega frumleg en gæti stuðlað að kærkominni tilbreytingu fyrir helgina. Við tókum viðtal í fyrra við unga konu, Ingu Ágústs, sem birti yfir langan tíma matarmyndir á Instagram, þar sem hún tók fyrir eitt land í einu og fann út hvaða matur væri dæmigerður fyrir land og þjóð. Börnin hennar tóku þátt í þessu og úr varð tilbreyting í kvöldmatnum. Við útfærðum þetta aðeins, meira um þa...

--1 w ago
Comments
Katrín föstudagsgestur og ferðalög til annarra landa heima

Sérfræðingurinn Ólafur Þór geðlæknir

Þátturinn í dag var í styttra lagi því við sendum út af upplýsingafundi Almannavarna í upphafi í rúmar 10 mínútur. En það er fimmtudagur og við fengum sérfræðing í þáttinn í dag til þess að svara spurningum hlustenda. Í þetta sinn var það Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir og skólastjóri streituskólans. Við höfum fengið sendar spurningar og svo ræddum við við hann um aðstæðurnar sem við erum öll að ganga í gegnum núna, vegna COVID-19. Þegar nýjar reglur eru settar með stuttum fyrirvara, eftir að hafa komist í gegnum fyrstu bylgjuna og sá góði árangur sem náðist í vor, þá rennum við nánast aftur í sama farið. Margir hafa áhyggjur af afkomu sinni og auðvitað af heilsunni. Það var um nóg að tala við Ólaf Þór geðlækni í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

--1 w ago
Comments
Sérfræðingurinn Ólafur Þór geðlæknir

Ekki missa móðinn, Svefnfiðrildin og fölsk loforð á Heilsuvaktinni

Enn einu sinni eru öll plön farin út um þúfur eða svo gott sem. Slíkt ástand getur vissulega tekið á og hér á eftir ætlum við að varpa fram spurningunni: hvernig fer maður að því að missa ekki móðinn? Alma J. Árnadóttir markþjálfi hefur það að atvinnu að hjálpa fólki að setja sér skipuleggja sig og setja sér markmið sem hlýtur að vera dálítið snúið þegar óvissan er mikil og í raun allt upp í loft? Alma kom í þáttinn í dag. Nýlega kom út barnabókin Svefnfiðrildin eftir Erlu Björnsdóttur, sálfræðing og doktor í líf- og læknavísindum. Erla sérhæfir sig í rannsóknum á svefni og meðferðum gegn svefnleysi og henni fannst vanta efni fyrir börn um mikilvægi svefns og hvíldar, því skrifaði hún Svefnfiðrildin. Við hringdum í Erlu fengum hana til að segja okkur meira frá þessu. Sækja mætti þá sem reyna að selja fólki vörur eða lyf með fölskum loforðum um lækningamátt betur til ábyrgðar en nú er ...

--1 w ago
Comments
Ekki missa móðinn, Svefnfiðrildin og fölsk loforð á Heilsuvaktinni

Geðheilbrigði, Kristjana bardagadvergur og Hrefnu-Konni

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er 10. október ár hvert. Dagurinn var fyrst haldinn 1992 af Alþjóðasamtökum um geðheilsu (World Federation for Mental Health) og markmiðið hefur verið i gegnum árin að vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning um geðrækt og geðrænan vanda og sporna gegn fordómum í garð þeirra sem eru að glíma við slíkan vanda. Við fengum Orra Hilmarsson, formann undirbúningshóps Alþjóða geðheilbrigðisdagsins og Garðar Sölva Helgason, gjaldkera hópsins til að segja okkur frá deginum og hvað verður í brennidepli í ár. Við fengum líka hauststemningu að austan - nánar tiltekið frá Seyðisfirði þegar við slógum á þráðinn til Kristjönu Stefánsdóttur sem dvelur þar þessa dagana og kennir söng við listadeild Tónlistarskólans milli þess sem hún spásserar um bæinn og dáist að haustlitunum. Kúasmölun og bjargsig var aðalumræðuefni Kristínar Einarsdóttur, okkar konu á Ströndum og ...

--2 w ago
Comments
Geðheilbrigði, Kristjana bardagadvergur og Hrefnu-Konni

Sorgarmiðstöð, hvítmygluostar og Hrund lesandi vikunnar

Fyrir tveimur árum undrirrituðu fjögur grasrótarfélög á sviði sorgarúrvinnslu viljayfirlýsingu um stofnun Sorgarmiðstöðvar. Félögin eru: Ný dögun, Birta, Ljónshjarta og Gleym mér ei. Fólk var sammála um að bæta þyrfti þjónustu við syrgjendur, því sú aðstoð sem byðist væri of dreifð, ómarkviss og af ýmsu tagi. Æskilegast væri að koma upp miðstöð þar sem syrgjendur og aðrir gætu gengið að upplýsingum og þjónustu á einum stað, með símtali, heimsókn eða á vefsíðu. 12. september 2019 tók Sorgarmiðstöð svo formlega til starfa í Lífsgæðasetri St. Jósepsspítala í Hafnarfirði um leið og heimasíðan var opnuð. Þær Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir og Ína Ólöf Sigurðardóttir komu í þáttinn. Svo var það Heimur ostanna, í dag fengum við fjórða þáttinn í smáþáttaröðinni og í dag fjölluðu þau Svavar Halldórsson og Eirný Sigurðardóttir um Camenbert, Brie og aðra hvítmygluosta. Hvaðan þeir ko...

--2 w ago
Comments
Sorgarmiðstöð, hvítmygluostar og Hrund lesandi vikunnar

Latest Episodes

Guðmundur Ingi föstudagsgestur og kleinuspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn er leikari, tónlistarmaður og leikstjóri, Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Hann hefur unnið að leiklist bæði hér heima og erlendis, hann rak Tjarnarbíó, hann hefur verið í nokkrum hljómsveitum og samið helling af tónlist, sem sagt komið víða við á milli þess sem hann fer heim í sveitina í Borgarfirði og nýtur þess að vera sveitastrákur. Hann sagði okkur frá uppvexti sínum og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag, meðal annars að hann var að ljúka við að leika í einum vinsælasta tölvuleik í heimi, en kynningarstikla fyrir leikinn fékk yfir 100 milljón áhorf á fyrsta sólarhringnum. Í matarspjalli dagsins talaði Sigurlaug Margrét um kleinur og ástarpunga og hún hringdi í Ingunni Þráinsdóttur á Egilsstöðum, sem hefur í nokkur ár safnað kleinuupskriftum með það í huga að gefa þær út í bók. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

--4 d ago
Comments
Guðmundur Ingi föstudagsgestur og kleinuspjall

Sérfræðingurinn Dr. Janus Guðlaugsson - Heilsuefling

Sérfræðingurinn okkar þessa vikuna var Dr. Janus Guðlaugsson sem stofnaði Janus-heilsuefling ráðgjafa- og þjónustufyrirtæki sem vinnur að bættri heilsu og betri lífsgæðum eldri borgara. Fyrirtækið var stofnað árið 2016 til að nýta niðurstöður doktorsrannsóknar Dr. Janusar Guðlaugssonar, Fjölþætt heilsurækt: Leið að farsælli öldrun. Janus fór yfir þessi mál í þættinum og svaraði spurningum hlustenda til dæmis um það að efla hreyfifærni og bæta styrk og þol. Og hvað er best að gera til að geta tekist á við athafnir daglegs lífs í framtíðinni og geta búið lengur í sjálfstæðri búsetu og notið lífsins? UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

--5 d ago
Comments
Sérfræðingurinn Dr. Janus Guðlaugsson - Heilsuefling

Börn og lífsgildin, handleiðslubók og póstkort frá Spáni

Siðfræðingarnir Elsa Björg Magnúsdóttir og Gunnar Hersveinn hafa undanfarið verið að hugsa um aðferðir til að tala við börn um lífsgildin. Þau hafa bæði komið að viðburðum heimspekikaffis og staðið fyrir viðburðum til að efla gagnrýna hugsun. Þau segja: „Stóra verkefnið framundan felst ekki síður í samræðu okkar á milli um megingildin og líðan á umbrotatímum. Þau sem æfa sig í gagnrýnni og skapandi hugsun læra einnig að vega og meta sambandið milli lífsgilda og farsældar í lífinu.“ Við ræddum við þau Gunnar og Elsu í þættinum í dag. Bókin Handleiðsla - til eflingar í starfi er komin út hjá Háskólaútgáfunni. Í bókinni fjalla sautján sérfræðingar úr ólíkum faghópum um handleiðslu innan velferðarþjónustu og vinnumarkaðar. Sagt er frá hugmynda- og þekkingargrunni handleiðslufræða og hlutverki handleiðara. Við heyrðum í Sigrúnu Júlíusdóttur, fyrrverandi prófessor hjá Háskóla Íslands og ritstjóra bókarinnar, í dag. Í póstkortinu frá Magnúsi R. Einarssyni frá Spáni í dag var sagt frá síbreytilegum reglum varðandi farsóttina á Spáni sem og þeim áföllum sem veitingamenn hafa orðið fyrir á þessu ári, en þeir eru að reyna snúa aðstæðum sér í hag með því að reyna að flýta kvöldmatstíma Spánverja. Það var líka sagt frá listanum sem fjármálaráðuneyti Spánar birtir á hverju ári yfir þá sem skulda mesta skatta. Þar trónir efstur einn frægasti fótboltamaður heims. Undir lokin var svo upplífgandi saga af fórnfúsum langhlaupara. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

--6 d ago
Comments
Börn og lífsgildin, handleiðslubók og póstkort frá Spáni

Lykkjustund, Þórður á Laugarholti og Maríanna lesandi vikunnar

Lykkjustund.is er vefsíða sem Nanna Einarsdóttir rafmagnsverkfræðingur hefur sett upp en hún hefur unnið í hugbúnaðarþróun síðastliðin sjö ár, og prjónað jafnlengi. Lykkjustund sameinar þessar tvær ástríður, segir hún en hún setti vefsíðuna í loftið á meðan samkomubanninu stóð í vor. Um er að ræða reiknivél sem hún forritaði til að aðstoða prjónafólk með algenga útreikninga tengda prjónaskapnum. Við hringdum í Nönnu í þættinum og fræddumst um prjón og t.d. prjónfestu. Þórður Halldórsson býr á bænum Laugarholti í Skjaldfannardal við Ísafjarðardjúp. Hann hefur á hverju sumri síðan 1990 og þar til í sumar farið með hópa fólks í hestaferðir yfir Drangajökul og í Reykjarfjörð nyrðri. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Þórð heima hjá honum og hestunum hans og bað hann að segja frá þessum mögnuðu ferðum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var leikkonan Maríanna Clara Lúthersd...

--1 w ago
Comments
Lykkjustund, Þórður á Laugarholti og Maríanna lesandi vikunnar

Námsglugginn á Bifröst og rauðkýttisostar

Við hófum þáttinn í dag á því að senda út frá upphafi fundi Almannavarna, eins og tvisvar í síðustu viku, því var Mannlegi þátturinn ögn styttri í dag. Háskólinn á Bifröst gefur fólki kost á því að hefja nám í svonefndum Námsglugga á seinni hluta haustannar. Þetta eru viðbrögð skólans við atvinnuástandinu sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórnendur skólans líta svo á að greiður aðgangur að háskólanámi geti skipt sköpum fyrir fólk sem misst hefur vinnu. Þátttaka í námskeiði verður þannig eins og nokkurs konar gluggi þar sem fólki er gert kleift að hefja háskólanám með stuttum fyrirvara á miðri önn. Við ræddum í dag við Guðjón Ragnar Jónasson sem er forstöðumaður Háskólagáttar og Símenntunar við Háskólann á Bifröst. Í dag var 5.þáttur í smáþáttaröðinni Heimur ostanna. Þar sem þau Svavar Halldórsson og Eirný Sigurðardóttir, ostasérfræðingur, leiða hlustendur um...

--1 w ago
Comments
Námsglugginn á Bifröst og rauðkýttisostar

Katrín föstudagsgestur og ferðalög til annarra landa heima

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra og nú framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hlaut í vikunni spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir bókina Sykur. Bókin er fyrsta skáldsaga Katrínar, en verðlaunin eru einmitt ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Katrín var föstudagsgesturinn okkar í dag. Við veltum upp nokkrum hugmyndum að skemmtilegu fjölskyldukvöldi í matarspjalli dagsins, svona fyrir helgina. Guðrún, Gunnar og Sigurlaug komu með hugmynd sem er kannski stolin og ekkert sérlega frumleg en gæti stuðlað að kærkominni tilbreytingu fyrir helgina. Við tókum viðtal í fyrra við unga konu, Ingu Ágústs, sem birti yfir langan tíma matarmyndir á Instagram, þar sem hún tók fyrir eitt land í einu og fann út hvaða matur væri dæmigerður fyrir land og þjóð. Börnin hennar tóku þátt í þessu og úr varð tilbreyting í kvöldmatnum. Við útfærðum þetta aðeins, meira um þa...

--1 w ago
Comments
Katrín föstudagsgestur og ferðalög til annarra landa heima

Sérfræðingurinn Ólafur Þór geðlæknir

Þátturinn í dag var í styttra lagi því við sendum út af upplýsingafundi Almannavarna í upphafi í rúmar 10 mínútur. En það er fimmtudagur og við fengum sérfræðing í þáttinn í dag til þess að svara spurningum hlustenda. Í þetta sinn var það Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir og skólastjóri streituskólans. Við höfum fengið sendar spurningar og svo ræddum við við hann um aðstæðurnar sem við erum öll að ganga í gegnum núna, vegna COVID-19. Þegar nýjar reglur eru settar með stuttum fyrirvara, eftir að hafa komist í gegnum fyrstu bylgjuna og sá góði árangur sem náðist í vor, þá rennum við nánast aftur í sama farið. Margir hafa áhyggjur af afkomu sinni og auðvitað af heilsunni. Það var um nóg að tala við Ólaf Þór geðlækni í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

--1 w ago
Comments
Sérfræðingurinn Ólafur Þór geðlæknir

Ekki missa móðinn, Svefnfiðrildin og fölsk loforð á Heilsuvaktinni

Enn einu sinni eru öll plön farin út um þúfur eða svo gott sem. Slíkt ástand getur vissulega tekið á og hér á eftir ætlum við að varpa fram spurningunni: hvernig fer maður að því að missa ekki móðinn? Alma J. Árnadóttir markþjálfi hefur það að atvinnu að hjálpa fólki að setja sér skipuleggja sig og setja sér markmið sem hlýtur að vera dálítið snúið þegar óvissan er mikil og í raun allt upp í loft? Alma kom í þáttinn í dag. Nýlega kom út barnabókin Svefnfiðrildin eftir Erlu Björnsdóttur, sálfræðing og doktor í líf- og læknavísindum. Erla sérhæfir sig í rannsóknum á svefni og meðferðum gegn svefnleysi og henni fannst vanta efni fyrir börn um mikilvægi svefns og hvíldar, því skrifaði hún Svefnfiðrildin. Við hringdum í Erlu fengum hana til að segja okkur meira frá þessu. Sækja mætti þá sem reyna að selja fólki vörur eða lyf með fölskum loforðum um lækningamátt betur til ábyrgðar en nú er ...

--1 w ago
Comments
Ekki missa móðinn, Svefnfiðrildin og fölsk loforð á Heilsuvaktinni

Geðheilbrigði, Kristjana bardagadvergur og Hrefnu-Konni

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er 10. október ár hvert. Dagurinn var fyrst haldinn 1992 af Alþjóðasamtökum um geðheilsu (World Federation for Mental Health) og markmiðið hefur verið i gegnum árin að vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning um geðrækt og geðrænan vanda og sporna gegn fordómum í garð þeirra sem eru að glíma við slíkan vanda. Við fengum Orra Hilmarsson, formann undirbúningshóps Alþjóða geðheilbrigðisdagsins og Garðar Sölva Helgason, gjaldkera hópsins til að segja okkur frá deginum og hvað verður í brennidepli í ár. Við fengum líka hauststemningu að austan - nánar tiltekið frá Seyðisfirði þegar við slógum á þráðinn til Kristjönu Stefánsdóttur sem dvelur þar þessa dagana og kennir söng við listadeild Tónlistarskólans milli þess sem hún spásserar um bæinn og dáist að haustlitunum. Kúasmölun og bjargsig var aðalumræðuefni Kristínar Einarsdóttur, okkar konu á Ströndum og ...

--2 w ago
Comments
Geðheilbrigði, Kristjana bardagadvergur og Hrefnu-Konni

Sorgarmiðstöð, hvítmygluostar og Hrund lesandi vikunnar

Fyrir tveimur árum undrirrituðu fjögur grasrótarfélög á sviði sorgarúrvinnslu viljayfirlýsingu um stofnun Sorgarmiðstöðvar. Félögin eru: Ný dögun, Birta, Ljónshjarta og Gleym mér ei. Fólk var sammála um að bæta þyrfti þjónustu við syrgjendur, því sú aðstoð sem byðist væri of dreifð, ómarkviss og af ýmsu tagi. Æskilegast væri að koma upp miðstöð þar sem syrgjendur og aðrir gætu gengið að upplýsingum og þjónustu á einum stað, með símtali, heimsókn eða á vefsíðu. 12. september 2019 tók Sorgarmiðstöð svo formlega til starfa í Lífsgæðasetri St. Jósepsspítala í Hafnarfirði um leið og heimasíðan var opnuð. Þær Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir og Ína Ólöf Sigurðardóttir komu í þáttinn. Svo var það Heimur ostanna, í dag fengum við fjórða þáttinn í smáþáttaröðinni og í dag fjölluðu þau Svavar Halldórsson og Eirný Sigurðardóttir um Camenbert, Brie og aðra hvítmygluosta. Hvaðan þeir ko...

--2 w ago
Comments
Sorgarmiðstöð, hvítmygluostar og Hrund lesandi vikunnar
success toast
Welcome to Himalaya LearningDozens of podcourses featuring over 100 experts are waiting for you.