Ungstirni fótboltafréttamennskunnar, Arnar Laufdal, stýrir Innkastinu að þessu sinni. Með honum í þættinum er Eysteinn Þorri Björgvinsson og Andri Már 'Nablinn' Eggertsson, íþróttafréttamaður á Sýn. Aðalumræðuefnið er Besta deildin og 13. umferð hennar. Farið er yfir hræringarnar hjá Val og FH, vesenið í Vesturbænum, Evrópuleikina, Lengjudeildina og fleira. Þátturinn er í boði White Fox, refurinn maður lifandi.
Brynjar Björn Gunnarsson tók við liði Örgryte í Svíþjóð í maí. Hann hafði þess áður verið aðalþjálfari HK en skipti um lið þegar bara 2 leikir voru búnir af mótinu hér heima. Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá Örgryte þar sem þeim var spáð góðu gengi fyrir mót en sitja nú í fallsæti. Haraldur Örn Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net, settist niður með Brynjari á kaffihúsi í Gautaborg og spjallaði við hann. Það var farið yfir feril hans sem leikmaður, tími hans sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, þjálfaratímann hjá HK og að lokum allt á bak við ráðnigu hans til Örgryte og hvernig hefur gengið síðan.
Ástríðan er í boði Bola, Acan.is, JakoSport og ICE.Óskar Smári og Sverrir Mar mættu og fóru yfir 12. umferð í báðum deildum.- Ólafsvík með sigur en Ægismenn sleppa með skrekkinn- Líf í Magnamönnum en Njarðvík hangir á lyginni- Munu Haukar blanda sér í toppinn?- Talið upp hvaða Káramenn vantaði- Mörg töp í röð hjá Vængjum og ÍH- Víðismönnum fannst létt að spila á HöfnHlustaðu í spilaranum hér, í Podcast appinu eða á Spotify.
Sjötta og síðasta EM Innkastið þetta sumarið. Ísland er úr leik og komið að kveðjustund á hótelbarnum í Crewe. Elvar Geir, Sæbjörn Steinke og Guðmundur Aðalsteinn eru komnir "heim" til Crewe eftir tveggja daga sólarlandaferð til Rotherham. Leikurinn við Frakkland er gerður upp, farið yfir leikdaginn, byrjunarliðið óvænta, einkunnir Íslands, alla 1-1 leiki ferðarinnar og það áhugaverðasta úr viðtölum eftir leik. Þá er valinn besti leikmaður Íslands á mótinu.
EM Innkastið er sent út frá sveitinni að þessu sinni, rétt fyrir utan Rotherham. Elvar, Steinke og Gummi (stundum kallaður Gvendur) eru á sínum stað en sérstakur heiðursgestur er Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2. Það er Eyjaþema í þættinum þar sem hitað er upp fyrir lokaleik riðilsins, leikinn erfiða gegn Frakklandi. Í þættinum er rætt um Rotherham, New York völlinn, einræðisherrann við stjórnvölinn og svör Steina á fréttamannafundinum í dag.
Aftur varð niðurstaðan 1-1 jafntefli, núna gegn Ítalíu. Ísland þarf að komast Krísuvíkurleiðina ef sæti í úrslitakeppninni á að nást. Elvar Geir, Sæbjörn Steinke og Guðmundur Aðalsteinn fá sér sæti á hótelbarnum fræga í Crewe og gera upp leikinn og skoða möguleika Íslands. Í lok þáttarins er svo farið yfir víðan völl og rætt um Evópuleiki og Lengjudeildina.
Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu, er heiðursgestur EM Innkastsins að þessu sinni. Hann ræðir við Elvar, Steinke og Gumma um komandi leik gegn Ítalíu, sífelldar ferðir hans og Eggerts ljósmyndara til Manchester og hverju má búast við í leiknum á morgun. Hver fer á vítapunktinn ef við fáum víti? Í lok þáttar er farið um víðan völl og meðal rætt um skoðunarferð til Liverpool, Kristal Mána og Víking og fleira.
Í boði Landsbankans, Orku Náttúrunnar, Dominos og Heklu er fyrsti leikur Íslands á EM gerður upp með Báru Kristbjörgu knattspyrnusérfræðing ásamt því að fara yfir einstaklingsframmistöður og möguleika Íslands í riðlinum. Við heyrðum einnig í Fanndísi Friðriksdóttir sem hefur farið á öll stórmót Íslands hingað til og er einn af þeim Íslendingum sem hefur tekist að skora mark á stórmóti í knattspyrnu
Ástríðan er í boði Bola, Acan.is, JakoSport og ICE.Gylfi Tryggva og Óskar Smári hittust síðla kvölds og ræddu stóru málin í 2. og 3. deild karla. Tímabilið er hálfnað og margt í gangi. Þjálfaraskipti, félagaskipti, lið að snúa genginu við í báðar áttir og spennan magnast upp!-Njarðvík óstöðvandi.-Ægir með yfirburði í toppslagnum.-Fjarðabyggðarhöllin er ekkert til að grínast með.-Hvaða annað lið ætti að falla úr 2. deild?-Dalvík/Reynir blésu lífi í sínar vonir.-Kári að koma bakdyramegin í toppbaráttuna í 3. deild?-Elliðamenn vanstilltir þegar allt var undir.-KFS með magnaða endurkomu.Hlustaðu í spilaranum hér, í Podcast appinu eða á Spotify.
EM Innkastið er sent út beint frá Englandi þar sem Evrópumót kvennalandsliða fer fram. Fréttamenn Fótbolta.net ræða málin. Elvar Geir, Sæbjörn Steinke og Guðmundur Aðalsteinn fá sér sæti á hótelbar íslenska fjölmiðlahótelsins. Í þessum öðrum þætti er 1-1 jafnteflisleikurinn gegn Belgíu gerður upp. Ísland fékk heldur betur tækifæri á að taka öll stigin en það gekk ekki upp. Hvernig líta möguleikarnir út núna? Í þættinum er einnig rætt um skrautlega stuðningsmenn, kynninguna á Haaland, maður dagsins er valinn og ýmislegt fleira.