Í þættinum í kvöld verður talað um Facebook, hvað er jákvætt og neikvætt við samskiptamiðla almennt, hvort það sé sjálfsagt að allir unglingar séu á Facebook, hvað læk-takkinn þýði eiginlega og hvort Facebook sé samskiptamiðill framtíðarinnar. Ásdís Sól Ágústsdóttir fjórtán ára, Sverrir Arnórsson fimmtán ára og Þorsteinn Eyfjörð átján ára ræða þessi mál undir stjórn Katrínar Sigríðar Steingrímsdóttur fimmtán ára. Katrín ræðir svo í lok þáttarins við Hrefnu Sigurjónsdóttir frá SAFT og Heimili og skóla. Þátturinn er endurfluttur á þriðjudögum.
Sverrir Arnórsson segir frá Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna sem fram fer á næstunni og ræðir við fulltrúa Ingunnarskóla, Árbæjarskóla, Hagaskóla og Seljaskóla.
Í þessum þætti segja þau Gabríela Ósk Egilsdóttir, Yngvi Freyr Óskarsson og Róbert Elís Villalobos úr Hvaleyrarskóla frá verkefni sem þau vinna á vegum Nordplus í samstarfi við danska jafnaldra sína um áhrif kreppunnar á líf unglinga. Gamla lagið er Perfect day eftir Lou Reed og svo er spjallað við dj flugvél og geimskip, Steinunni Eldflaugu Harðardóttur, um nýju plötuna hennar Glamúr í geimnum.
Enginn meðaljón Jónsson Jón Jónsson kom og spjallaði við Katrínu um fjármál og gaf nokkur góð ráð. "Maður þarf ekki að mæta í öll partíin," er eitt þeirra. Jón Jónson, peningar, árangur, hafnarbolti og Airwaves eru málið í kvöld.
Garðar Garðarsson tók viðtal við aðstandendur Drullumalls. Flutt var viðtal úr Síðdegisútvarpinu 17.09.2013 við Emelíu Maitland í 10.bekk sem fór á námskeið hjá Hlutverkasetri fyrir unga aðstandendur fólks með geðsjúkdóma. Kynnar Anna Guðbjörg og Ásdís Sól
Hvað er málið? Við kynnumst tveimur íþróttum: þríþraut og rathlaupi. Umsjón: Garðar Garðarsson
Emiliana er gestur þáttarins. "Það voru alltaf allir að segja við mig, ferðu ekki bara í óperuna því þú ert hálfítölsk? ... Ég elskaði að syngja óperu en svo þróaðist þetta á annan hátt," Emiliana Torrini
Bækur eru til umfjöllunar í þættinum. Ugla ræðir við Sigþrúði Gunnarsdóttur hjá Forlaginu um starfið hennar sem ritstjóri. Bergur Páll Birgisson segir frá Percy Jackson bókaflokknum. Leikið er brot úr þættinum Orð um bækur þar sem Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir fjallar um unglingabækur Jónínu Leósdóttur. Dagur Gunnarsson er lesari í þættinum.
Stelpur Rokka eru sumarbúðir sem Áslaug Einarsdóttir, betur þekkt sem Áa, hefur staðið fyrir undanfarin sumur, rætt er við hana í þættinum auk þess sem Alexandra og Ása úr hljómsveitinni Mammút ræddu um bandið og störf Alexöndru fyrir stelpurokkbúðirnar. Að lokum var rætt við hljómsveitina Náhrúta sem varð til í búðunum, rætt var við stelpurnar og leikið lagið Svart paradís.
Listahátíð ungs fólks fór fram á Austurlandi í sumar, nánar tiltekið á Seyðisfirði en þar var margt um manninn, meðal annars var útvarpsfólk frá Íslandi og Danmörku á svæðinu til að skrásetja hátíðina. Hvað er málið er tileinkað list og leik.