Kæru hlustendur. Endalínan fer yfir tímabilið sem leið í heild sinni allt frá preseason Bikar - deildarkeppnina og playoffs. Hverjir komu á óvart ? Hverjir voru vonbrigði ? Covid áhrifin og frestanir og æsilegur lokasprettur.. Tímabil hinna miklu sviptinga þar sem liðin sýndu á sér margar hliðar , bæði góðar og slæmar. Þáttur 149 staðreynd og hlustendur geta beðið spenntir eftir næsta þætti þar sem Endalínan ætlar að reyna tjalda öllu til að gera 150 að sérstökum MILESTONE ! Eins og alltaf , Endalínan í boði White Fox , Viking Lite ( léttöl ) , Cintamani og KefRestaurant & Diamond Suites
Það var magnað kvöld í Origo höllinni í gærkvöldi og fyrir okkur sem lifum fyrir íslenskan körfubolta þá má segja að þetta hafi verið ,,eitthvað annað,, ! Oddaleikurinn um Íslandsmeistaratitlinn fyrir framan meira en 2000 aðdáendur í ótrúlegri stemningu er ákkurat það sem maður vonast eftir sem körfuboltaáhugamaður þegar tímabilið fer af stað á haustin. VALUR eru Íslandsmeistarar í fyrsta skipti í 39 ár , TIL HAMINGJU VALSARAR! Stuðningurinn úr Skagafirði á heimsmælikvarða Frábær byrjun en svo arfa slakur sóknarleikur og vond hittni Reynslulyktin kom yfir mann í síðari hálfleik Hjálmar Stefánsson leikurinn Game control allt Valsmegin , þurftu Stólarnir betri adjustment ? VÖRN VINNUR TITLA Endalínan í boði WhiteFox , Viking Lite , Cintamani og KefRestaurant & Diamond Suites.
Kæru hlustendur , það er ekki á hverjum degi sem við erum orðlaus við það eitt að horfa á körfuboltaleik ! En úrslitakeppnin er eitthvað annað fyrirbæri sem erfitt er að lýsa…. Við förum yfir Leik 4 og allar þessar ótrúlegu senur sem áttu sér stað í kvöld í þessum ótrúlega körfuboltaleik sem tryggði okkur ODDALEIK um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var nánast búinn 3-4 sinnum en nei - liðin vildu ekki gefast upp og settu RISAvaxin skot og náðu RISA stoppum á lykilmómentum til þess að búa til alveg einstaka körfubolta upplifun. Valur var alltaf með svar í fyrri hálfleik , Of aggressív Stólavörn , Comeback kids , Stóru skotin , Stóru dómarnir , Stóru Playin og JesúsPétur !!!! Já við tökum heilan klukkutíma í að gera þessa geggjun upp að sjálfsögðu á okkar heimavelli í WhiteFoxStofunni. Endalínan í boði WhiteFox , Viking Lite , Cintamani og KefRestaurant & Diamond Suites.
Endalínan mætti í WhiteFox stofuna nánast í áfalli eftir eftir ótrúlegan körfuboltaleik þar sem Valsarar snéru afar erfiðri stöðu sér í vil á stuttum tíma í seinni hálfleik og unnu Tindastólsmenn sem voru í dauðafæri að komast í kjörstöðu áður en serían fer aftur í Skagafjörðinn. Valur 2 - Tindastóll 1 - Leikur tveggja hálfleika , ótrúlegar sveiflur - Hraðaupphlaupsstigin telja mikið að lokum - Óskynsemi eða villtur leikstíll getur unnið leiki en líka kastað leikjum frá þér - JB í feluleik , ekki nóg að vera bara hetja á móti 40+ leikmönnum - Calloway sagði bara TAKK , hvað er 5 manna liðið hjá Val sem býr til mest vesen ? - SKOTAVAL !!! Já við ræðum þennan magnaða leik fram og tilbaka ásamt föstum liðum og drögum svo út vinningshafa í ENDALÍNULEIKNUM þar sem heppinn hlustandi fær að þekkja tilfinninguna. Endalínan , þitt körfuboltahlaðvarp í boði WhiteFox - Cintamani - VikingLite - KefRestaurant & Diamond Suites
Kæru hlustendur , Leikdagur 2 í Lokaúrslitum Subway Deildar Karla og litla serían sem við erum að fá. Gæða leikmenn og alvöru gæða umgjörð. Við förum yfir Leik 2 og rýnum í hvað Stólarnir eru að gera vel og hvað Valsarar þurfa að bæta. Eru Stólarnir með tak á seríunni ? Geta Valsarar unnið í Síkinu ? Hraði og ákveðni á móti reynslu og skynsemi , hver mun hafa betur að lokum ? Já við ræðum þetta allt fram og tilbaka á Endalínunni ásamt föstum liðum eins og vana. Endalínan í boði WhiteFox , Viking Lite , Cintamani og KefRestaurant & Diamond Suites.
Kæru hlustendur! Endalínan heilsar ykkur af Víkingsvelli, en WhiteFoxstofann fékk frí þessa vikuna þar sem meistarinn fór í verðskuldað frí eftir að hafa landað íslandsmeistaratitli kvenna ásamt stelpunum sínum úr Njarðvík. Til hamingju Rúnar, stelpur og allir Njarðvíkingar! Endalínan fékk að láni annann leikstjórnanda til að taka við hlutverki Rúnars og Valur Orri Valsson kom og fór yfir fyrsta leik í lokaúrslitum. Hvað skóp sigur Vals? Hvað þurfa Stólarnir að gera til að ná næsta? Hvernig tengja Stólarnir "Stóru" kallana Sigtrygg og Bess? Er Acox á góðri leið með að sækja MVP úrslitana? Ásamt því að fara yfir leikinn spuðum við Val út í hans vegferð og gengi Keflavíkurliðsins í vetur og síðustu ár! Stútfullur þáttur í boði Víking lite (Léttöl) sem er nú ferskari, léttari og með meiri fyllingu en nokkru sinni! Cintamani, það ættu allir að leggja leið í hraunið að sækja sér hlýjan varning fyrir maí snjókomuna og kynnast tilfinningunni. Kef restaurant og diamond suites, en ef fólk vill láta sér líða um stund eins og það sé konungsborið þá er um að gera að tríta sig með góðri kvöldstund á Kef restaurant og góðri gistingu á diamond suites.
Það er allt að gerast í íslenskum körfubolta og þá er Endalínan ykkar staður fyrir allt það helsta. Beint úr WhiteFoxStofunni kíkjum við á 2 stórar fréttir ásamt því að gera upp Leik 4 og einvígið í heild sinni hjá Njarðvík og Tindastól en Tindastólsmenn tryggðu sér í gærkvöldi þáttöku í Lokaúrslitum þar sem þeir mæta sjóðheitum og reynslumiklum Valsmönnum. - Milka rekinn frá Keflavík ( STÓRT ) - Reglur um erlenda leikmenn , á eftir að fínpússa smáatriðin ! Tindastóll 3 - Njarðvík 1 - Síkið svakalegt , passar við styrkleika liðsins og hvernig þeir þurfa að spila á heimavelli - Stóru playin og Stóru Skotin , Stólarnir voru alla seríuna að koma með game winning skot / play - Njarðvíkingar reyndu og voru kannski á löngum köflum við stýrið en vantar þennan ENDAKALL - Haukur Helgi því miður ekki heill , Rulluspilarar hitta ekki vel , þá vinnur Njarðvík ekki svona seríu. - FINALS - Hvað þurfa Stólarnir að gera ? Hvernig sjáum við fyrir okkur seríuna þróast ? Já stútfullur klukkutími á Endalínunni í boði WhiteFox , Cintamani , VikingLite ( léttöl ) og KefRestaurant&DiamondSuites
Kæru hlustendur , þá er Endalínan mætt í WhiteFox stofuna , alltaf með heimavallarrétt og við fengum aftur góðan gest en þjálfarinn síungi Daníel Guðni Guðmundsson mætti og hjálpaði okkur við að fara í gegnum Leikdag 3 í Undanúrslitaeinvígunum. Njarðvík 1 - Tindastóll 2 - Tindastóll hélt sama fjörinu í fyrsta leikhluta áður en second unit Njarðvíkur svarar 16 - 0 - Hvaða atriði voru lykillinn að sigri Njarðvíkinga og hvað þurfa Tindastólsmenn að bæta ? - Njarðvíkingar fóru dýpra í bekkinn , fáum við að sjá meira af þessu ? - Mun hjálpa Njarðvík að lykilmenn þurftu ekki að keyra sig út í þessum leik ? - Hvernig bregðast Tindastólsmenn við núna ? Eru þeir uppvið vegg ? - Sjáum við aðra geðveiki í Síkinu og alvöru Tindastólsbolta á laugardagskvöldið ? Þór Þ 0 - Valur 3 - Sópurinn á loft í höfninni , Kúst og Fæjó back to back hjá Valsmönnum - Þegar varnarskrímslið Valur finnur sóknar mojo líka þá er MJÖG erfitt að eiga við þá - Kári í ham , Gamli Kári mættur og orðinn skynsamari og meiri leiðtogi - Hvernig er þetta tímabil í Höfninni ? Ásættanlegt ? - Voru mistök að taka Kyle ? Þórsliðið ekki með sömu einkenni og í fyrra. - Hversu sterkir verða Valur í Finals ? Allt þetta og auðvitað meira til að vanda í stútfullum þætti á Endalínunni í boði White Fox , Viking Lite (léttöl) , Cintamani og KefRestaurant&DiamondSuites
Kæru hlustendur. Það er hátíðarstemning í íslenskum körfubolta um þessar mundir - alvöru stemning , alvöru spenna og alvöru körfubolti. Það er komið að uppgjöri fyrir 4 Liða úrslit - Leikdag 2 og fengum við okkar besta mann Skúla Sig með í för til að leysa Scuba Steve af hólmi í þetta skiptið. Tindastóll 2 - Njarðvík 0 - Ótrúleg endurkoma Stólanna , Má ég heyra ? - Run & Gun style og opin lay up - Prinsinn af Skagafirði , Pétur Rúnar , ENDURFÆDDUR - Njarðvík hætta að framkvæma og engin lausn í vörn - Reynslumestu mennirnir með rookie move - Skagafjörðurinn iðar !!!! Valur 2 - Þór Þ 0 - Troðin Origo höll og geggjaðir Valsmenn , jú þetta er körfubolti! - Meistarabragur , svör við öllu varnarlega og með shot making ability ! - Pavel er HERSHÖFÐINGINN ! - Ekki sama Þórslið og í fyrra , vantar shooting center og íslenskan stöðugleika - Kyle og Luciano stoppa boltann og taktinn meira en Þórsliðið vill. - Geta Íslandsmeistararnir komið tilbaka úr þessu ? Já troðfullur klukkutími af playoffs basketball á Endalínunni í boði WhiteFox , Cintamani , Viking Lite ( Léttöl ) og KefRestaurant&DiamondSuites
Undanúrsltin eru byrjuð kæru hlustendur og þetta gerist ekki mikið skemmtilegra. Báðar seríur fóru af stað með látum þar sem útiliðin mættu og stálu heimavellinum strax í leik 1. Alvöru stemning , alvöru körfubolti og alvöru töffarar sem voru tilbúnir að setja stóru skotin þegar það skipti mestu máli. Við höldum sama takti og tökum hverja seríu fyrir sig eins og í síðustu þáttum. Þór 0 - Valur 1 - Hægara tempó er alltaf Valsliðinu í hag - Valur er varnarskrímsli og ef þeir setja stóru skotin eru þeir erfiðir. - Bertone er RISA púsl uppá fjölbreytileika , þeir þurfa hann með í seríuna. - Þórsarar þurfa auðveldar körfur og input af bekk - Þórsarar nánast með bakið upp við vegginn fræga , vilt ekki lenda 2-0 undir á móti þessum gæjum Njarðvík 0 - TIndastóll 1 - Sigtryggur í essinu sínu , hip shake og pull up þristar - Alvöru physical leikur er alltaf að henta þeim betur - Alvöru gæjar með stóru skotin í vasanum þegar allt var undir - Njarðvík þurfa finna lausnir á Pick&Roll til að ná fleiri stoppum og geta stjórnað hraða - Lykilleikmenn stigu ekki upp þegar mest á reyndi - Ná Tindastólsmenn að verja Síkið og setja sig í alvöru bílstjórasæti ? Endalínan að sjálfsögðu á öllum helstu veitum í boði WhiteFox , Cintamani , Viking Lite ( Léttöl ) og KefRestaurant&DiamondSuites